Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 29

Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 29
Sagnfræðin á hraðbraut veraldarvefsins Að þessu sinni er ætlunin að færa öll íslensk dagblöð og tímarit frá upphafi til 1920 á staf- rænt form. Beita á svipaðri tækni og við Sagnanelið og íslandskortin, en hugmyndin er að mynda allar blaðsíðurnar þannig að not- endur geti flett á Netinu rétt eins og um blöð- in sjálf væri að ræða. Þessi aðferð hefur mikla kosti, auðveldara verður að vitna til heimilda og segja má að verið sé að færa örfilmusafn Landsbókasafns á nýtt form. Verkefnið sem er samnorrænt hlaut styrk frá Nordinfo og RANNIS og er ætlunin að mynda um 200 þúsund blaðsíður, þar af um 160 þúsund úr íslenskum blöðum og tímaritum, en einnig verða blöð frá Færeyjum og Grænlandi mynd- uð. Segja nrá að verkefninu svipi nokkuð til Sagnanetsins en í þetta sinn ætl-ar Lands- bókasafnið að bæta um betur því samhliða ljósmyndun blaðanna verða myndirnar lesnar með OCR (Optical Character Recognition) en það er tækni sem gerir tölvum kleift að búa til texta úr myndum af texta. Þannig verður allur texti blaðanna geymdur í gagnagrunni sem verður leitarbær. Hægt verður að leita í blaðagrunninum eftir tilteknum blöðum, höf- undum eða einstökum efnisorðum. í hádegis- fyrirlestri á vegum Sagnfræðingafélags Is- lands þann 3. apríl 2001 fjallaði Örn Hrafn- kelsson sagnfræðingur og starfsmaður hand- ritadeildar Landsbókasafnsins um verkefnið og sýndi dæmi úr safninu. Notendaskilin virð- ast einföld og myndirnar eru ákaflega góðar. Hægt er að skoða þær með eða án bakgrunns sem gerir þær miklu læsilegri. Eins og áður sagði er verkefnið á byrjunarstigi svo ekki er hægt að gera á því nákvænra úttekt en verk- efnið lofar svo sannarlega góðu. í umræðum eftir fyrirlestur Arnar kom fram að ætlunin er að merkja textann nreð XML-vefmerkinga- málinu og nota til þess hentuga staðla. Mikil- vægt er að sú vinna verði ekki látin sitja á hakanum því notagildi gagnagrunnsins verð- ur mun meira ef staðlaðar aðferðir við merk- ingar eru notaðar og vandað til verksins. Fjölmargar erlendar heimildaútgáfur er að finna á Netinu og má nel'na t.d. Project Gutenberg. í netheimum er verkefnið æva- gamalt en það hófst árið 1971 og markmiðið er einfalt og skýrt: að gera texta aðgengilega fyrir sem flesta. Aðferðin er einföld, efni er fta tdt Vmh Píwi*m loolt Htlp •^■8*1 - - J Ul r3 .$ tj gj ' jJ Heimildir.is fl allt í svokölluðu ASCII sniði sem þýðir í raun einfaldasta útgáfa af textaformi sem finnst. Það tryggir að 99% tölvunotenda geta lesið skjölin. I The Avalon Project at the Yale Law School er að finna mikið magn heimilda urn bandaríska sögu, sögu milliríkjasamskipta of fleira. Safnið er, líkt og Project Gutenberg, einfalt í uppsetningu. Textarnir hafa verið settir upp á venjulegar vefsíður. Því miður eru leitarmöguleikar á vefnum slakir, en efnisyfir- lit er gott. Flokkað er eftir tímabilum, höf- undum og efnisorðum og velurinn er því að- gengilegur. Á báðum þessum vefjurn er heim- ildatilvísunum ábótavant. Ekki kemur fram hvaðan textinn er fenginn og er það ákaflega bagalegt. Það er lagadeild Yale háskóla sem stendur að verkefninu og það ætli að vera sæmileg trygging fyrir áreiðanlegum og rétt- um texta, en eftir stendur að notendur eiga afar erfitt með að ganga úr skugga urn að svo sé. Vefurinn sýnir í hnotskurn hvað það er mikilvægt að ganga vel frá tilvísunum og öðru efni er varðar uppruna skjala og annarra texta sem gefnir eru út á Netinu. Rafbækur og útgáfa á vefnurn Síðustu árin hafa rafbækur (ebooks) verið í örri þróun. Þessar bækur eru ekki hefðbund- in tölvuskjöl sem notendur geta breytt og lag- Mynd 2. Heimildir.is er vefur Heimiidastofnunar. Stofnunin hyggst gera allar íslenskar heimildir fyrir 1900 aðgengilegar á Netinu. Vefurinn sýnir í hnotskurn hvað það er mikilvægt að ganga vel frá tiivísunum og öðru efni er varðar uppruna skjala og annarra texta sem gefnir eru út á Netinu 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.