Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 49

Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 49
Hvfldar er þörf ítrasta. Slíkt væri bæði hagsmunir háseta og útgerðarmanna. ítrekað var bent á að það sem kynni að vera sjálfsagt og eðlilegt annars staðar, svo sem við verksmiðjuvinnu í iðnríkj- unum, ætti einfaldlega ekki við á íslandi vegna sérstakra aðstæðna hér á landi. Fylgismenn frumvarpsins lögðu hins vegar áherslu á sameiginlega hagsmuni háseta og útgerðarmanna af efni frumvarpsins enda gengi það ekki svo langt að það ælli með nokkrum hætti að vera íþyngjandi eða hindra eðlilegan eða nauðsynlegan sveigjanleika fyr- ir útgerðarfyrirtækin. Bjarni Jónsson benti á að hann sæi ekki hvaða hag atvinnurekendur hefðu af því að misbjóða háselum við vinnu. Þeir gætu ekki komist undan því að sjá nauð- syn þess að menn fengju sæmilega hvfld.30 Pólitísk viðhorf og þjóðfélagshræringar Þótt frumvarp Jörundar Brynjólfssonar árið 1919 hafi að efni til eingöngu miðað að því að lögbinda 8 stunda lágmarkshvíld fyrir togara- sjómenn vakti málið umræðu sem fór langt út fyrir efni þess. Þannig endurspeglaði umræð- an á þingi og í fjölmiðlum að nokkru ótta rnargra þingmanna við vaxandi styrk og áhrif verkalýðsfélaganna og hreyfingar jafnaðar- manna og þá gerjun sem var í íslensku samfé- lagi. Hafa verður í huga að á þessum tíma voru mikil umbrot á alþjóðavísu og þjóðfé- lagsgerjun sem höfðu áhrif á viðhorf manna hér á landi og mótuðu skoðanir þeirra til þjóðfélagsmála almennt og einstakra álita- efna. Nægir að nefna rússnesku byltinguna og þjóðfélagsátök í Finnlandi og Þýskalandi. Ahugavert er að skoða frekar tvö atriði sem komu glögglega fram í umræðunni og tengjast innbyrðis. Annars vegar er það af- staða andstæðinga frumvarpsins til hags- munabaráttu verkalýðsfélaganna og jafnaðar- manna hér á landi og erlendis. Hins vegar ótti þeirra við það fordæmi sem samþykkt frum- varpsins gæti haft gagnvart annarri atvinnu- starfsemi en útgerð botnvörpuskipa. Ef við lítum á umheiminn í kringum okkur, þá eru horfur allt annað en álitlegar, þar sem alt logar í verkamannaróstum og öll lög og samningar eru að vettugi virt. Og því meira sem látið er undan, því meira er heimtað. Mjer finst það hljóti að vera skylda okkar að reyna að sporna við, að slíkt ástand geti sýkt frá sjer hingað til okk- ar. Enginn veit hvar hjer verður staðar numið; að því getur rekið, að verkamenn heimti kaup fyrir svefntímann, eða annað því um líkt.31 Þessi ummæli Sigurðar Stefánssonar endur- spegla ágætlega viðhorf sem frarn komu í máli andstæðinga frumvarpsins jafnt á þingi sem utan. Þeir vitnuðu til þess að verkamenn settu fram stöðugt meiri kröfur og jafnvel væri svo komið í útlöndum að þeir gætu sett vinnuveit- endum sínum stólinn fyrir dyrnar í atvinnu- rekstri þeirra. Ahersla var lögð á að sporna þyrfti við því að slíkt gerðist hér á landi og því væri nauðsynlegt að sýna festu og stöðva strax í fæðingu allar tilraunir til að koma á löggjöf sem stefndi í þá átt. Yrði gefið eftir varðandi hvíldartíma háseta á botnvörpuskip- um mundi því verða fylgt eftir með nýjum og enn ósanngjarnari kröfum. Það sjónarmið var einnig sett fram að færa mætti rök fyrir nauð- syn samtaka og baráttu verkamanna út í heimi þar sem þeir væru kúgaðir miskunnar- laust al' auðkýfingum og þeim haldið í járn- greipum harðstjórnar auðvaldsins. Hins vegar giltu allt aðrar aðstæður hér á landi. „Hjer á landi er engu slíku til að dreifa. Hjer eru eng- ir auðkýfingar eða öreigalýður.“32 Andstæðingar frumvarpsins veltu líka upp þeirri spurningu hvort krafan um lögbindingu Mynd 5. Sjómenn gera að aflanum um borð < togara. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.