Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 64

Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 64
Ragna Garðarsdóttir Mynd 6. / Sachsenhausen- búðunum skammt frá Bertin var mið- stöð fyrir útrýming- arherferð nasista og þar fóru fram ýmiss konar rannsóknar- störf. Helmingur þeirra 200.000 fanga sem til Sachsen- hausen komu, var tekin af tífi. Austur-Þjóðverjar komu þar fyrir minningarreit og reistu þennan minn- isvarða. stærstu súlurnar minnkaðar til að koma í veg fyrir að þær birgðu mönnum sýn og þær smæstu hækkaðar til að menn gætu ekki stig- ið á þær, heldur voru uppi hugmyndir um að skreyta verkið blómum og gera hlutfallslegt samræmið við skipulag umhverfisins sýnilegt í því skyni að draga fram fegurðina í byggingu þess. Snilldarleg útfærsla á blekkingarleik skipulags og tilfinningar fyrir tilviljunar- kenndu formi var þar með gerð að engu. Líkt og James E. Young, einn þeirra sem hafði hönd í bagga með valinu á minnismerkinu, tekur fram, var gagngert farið fram á að breytingarnar yrðu gerðar til að draga úr óþægindunum og kuldanum sem einkenndi frumverkið. Með því að stækka smæstu súl- urnar átti að koma í veg fyrir að menn gætu sýnt því óvirðingu með því að tylla fótum á þær og með því að lækka hæstu súlurnar gátu menn haft útsýni yfir umhverfið.8 Ennfremur áttu samkvæml fyrstu hönnun engin fyrirmæli að vera um hvernig minningunni skyldi hátt- að, heldur gestum gert að gera sér það í hug- arlund. Schröder var einn þeirra sem átti erfitt með að sætta sig við þennan skort á fyr- irmælum og lagði til að við minnismerkið yrði bætt safni eða einhvers konar upplýsingamið stöð. Margir hafa tekið í sama streng og telja jafnvel sumir að safn fremur en minnismerki yrði betur til þess fallið að upplýsa menn um þá skelfilegu atburði sem áttu sér stað á nas- istatímabilinu.9 Óttinn við að setja mönnum í sjálfsvald hvernig þeir minnast atburðanna endurspegl- ast í ofangreindri „leiðréttingu“ á útliti og áætluðum áhrifum minnismerkisins.10 I l'ram- haldi af því takast á tilraunir til að stjórna því hvernig þeirra verði minnst og póst- módernískar nálganir sem ganga að því vísu að slíkar tilraunir séu dæmdar til að mis- takast, atburðanna verði óhjákvæmilega minnst með margslungnum hætti. Eftir sem áður ber ekki að vanmeta ótta Þjóðverja við að samfélagslegu minni sé tekið að förlast eða að minningin verði á einn eða annan hátt mótuð á óviðunandi forsendum. Ef marka má gagnrýni Normans G. Finkel- stein á helfarariðnaðinn (The Holocaust industry) í Bandaríkjunum eru slíkar áhyggj- ur ekki úr lausu lofti gripnar. Finkelstein telur skyndilegan áhuga bandarískra gyðinga á helförinni eiga rætur að rekja til auðgunar- og stjórnmálasjónar- miða. Hann færir fram sannfærandi rök fyrir því að bandarískir gyðingar hafi fram að októberstríðinu 1973 milli araba og fsraela verið áhugalausir um bæði ísrael og helförina og fremur reynt að bægja þeim tengslum frá fremur en hitt. Bandaríkjastjórn veðjaði á araba í átökunum 1948 og hallaðist bandarísk hugmyndafræði þá á sveif með þeim síðar- nefndu á kostnað ísraela, sem þó voru mun verr settir samkvæmt Finkelstein. Það var ekki fyrr en Bandaríkjastjórn sannfærðist um styrk ísraela eftir októberstríðið 1973 að hún batt trúss sitt við þá og hóf töluverðar fjár- veitingar til þeirra. í framhaldi af þessum um- skiptum í utanríkisstefnu Bandaríkjamanna tóku bandarískir góðborgarar af gyðinglegum uppruna að upphefja Ísraelsríki sem sitt heitt- elskaða heimaland og varð útrýming gyðinga á nasistatímabilinu í sömu andrá að hug- myndafræðilegu vopni til að knýja á um sam- félagslegar breytingar í þeirra þágu. Greining Finkelstein er góðra gjalda verð, en of einhliða greining á orsökum þeirra minningarbreytinga sem riðu yfir Bandaríkin. Hann einblínir á stjórnmálalegar og fjárhags- legar kringumstæður úrvinnslunnar og hlýtur niðurstaða hans því að einskorðast við þá þætti. Verk hans getur þó þjónað sem áminn- ing um að menningarleg úrvinnsla á atburð- um nasistatímabilsins sé vandmeðfarin og að vert sé að gera greinarmun á því sem raun- verulega átti sér stað og aldrei verður af- hjúpað og hins vegar þeim mismunandi myndum sem minningin hefur tekið á sig í tímans rás. Sú alda minninga sem um þessar mundir ríður yfir býr yfir sérstæðum einkenn- um sem greina þarf með hliðsjón af menning- arumhverfi nútímans. 11 I ljósi viðleitninnar til að stjórna því hvern- ig atburðanna verði minnst hjá komandi kyn- slóðum, virðist mér minnismerki Eisenmans og Serra vera tímanna tákn um að ekki sé við hæfi að beita eftirkomendur valdi til að minn- ast eins mesta ofbeldisverknaðar sögunnar á ákveðinn hátt. Ég er ekki frá því að skorlur á öllum kennileitum og táknum hjá Eisenman og Serra, eins og t.d. „Davíðstjörnunni", 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.