Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 13

Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 13
Forsetinn og utanríkisstefnan Sigurðar Eggerz, sem þá var ráðherra íslands fyrir Sjálfstæðisflokkinn eldri. Sigurður sagði af sér ráðherradómi. Sveinn Björnsson var hins vegar hæfastur að mati konungs til að verða eftirmaður Sigurðar á ráðherrastóli.31 Sveinn var síðan úthrópaður af mörgum samflokks- mönnum vegna afstöðu sinnar. Sjálfstæðis- flokkurinn klofnaði og Sveinn tapaði þingsæti sínu í Reykjavík í kosningum árið eftir.32 Sem nýkjörinn forseti var Sveinn árið 1944 í sömu stöðu og hann hafði verið árið 1915. Hann taldi lífsnauðsynlegt fyrir íslendinga að sýna meiri sveigjanleika í samskiptum sínum við vinveitta þjóð. Breyttar aðstæður kölluðu á stefnubreytingu. Hagsmunir íslands væru ekki best tryggðir með kreddufullri fastheldni við gamlar formúlur um sjálfstæði og fullveldi íslands. Sveinn Björnsson vissi eflaust einnig full- vel að brotthvarf frá hlutleysisstefnu átti lít- inn sem engan hljómgrunn meðal þjóðarinn- ar. Gerðist hann opinber málsvari nýrrar ut- anríkisstefnu, sem byggðist á nánu sambandi við Bandaríkin og útilokaði ekki bækistöðvar Bandaríkjamanna á íslandi eftir stríð, myndi sagan endurtaka sig. Undir fána slíkrar stefnu hefði Sveinn Björnsson örugglega ekki náð kjöri í forseta- kosningum 1945. Sveinn Björnsson hefur því sennilega kos- ið að dylja hug sinn og gerðir. Opinberlega var sagt að frumkvæðið að Bandaríkjaheim- sókninni hefði komið frá Roosevelt en ekki Sveini sjálfum. Bandaríkjamenn tóku þátt í þessari sviðsetningu lil að veikja ekki stöðu Sveins heima fyrir.33 Ekkert var heldur látið uppi efnislega um viðræðurnar við Banda- ríkjaforseta. Samkvæmt urnsögn Sveins á blaðamannafundi röbbuðu þeir um „allt milli himins og jarðar.“ Heimsóknin hefur enga pólitíska þýðingu og er bara í kurteisisskyni, sögðu stuðningsblöð Sveins á íslandi.34 í bandarískum blöðum kvað hins vegar við annan tón. Eftir heimsóknina birti tímarítið Newsweek fréttaskýringu þar sem sagði með- al annars: Opinberlega kom Sveinn Björnsson lil að endurgjalda för Louis G. Dreyfus Jr. sem sérstaks sendimanns Roosevelt forseta við hátíðarhöld þann 17. júní s.l. þegar yngsta lýðveldi heimsins var stofnað. í raun var tilgangur fararinnar að ræða um framtíð bandarískra bækistöðva í hinu hrjóstuga og hernaðarlega mikilvæga landi hans. Tíma- setningin gat ekki verið betri: Með vaxandi velgengni Bandamanna í styrjöldinni hefur áhugi Bandaríkjamanna á herstöðvum er- lendis vaknað að nýju.35 Af öllu framansögðu má ljóst vera að Sveinn Björnsson hélt ekki uppi merki hlutleysis- stefnu íslands í Bandaríkjaförinni. 1 þessari grein verður ekkert mat lagt á réttmæti stefnubreytingarinnar. Eitt er þó víst: Sveinn Björnsson hafði ekki umboð frá fólkinu í landinu til að hverfa frá hlutleysisstefnunni. Mynd 12. Vesturfararnir komn- ir heilir heim. Fremsta röð frá vinstri: Alfred Dreyfus sendiherra, frú Georgia Björns- son, Key hershöfð- ingi, Vilhjálmur Þór, frú Rannveig Þór, frú Dreyfus, Sveinn Björnsson, og ónafn- greindur banda- rískur herforingi. Áhrif Sveins Björnssonar á utanríkisstefnuna För Sveins Björnssonar til Bandaríkjanna sumarið 1944 stuðlaði að þáttaskilum í utan- ríkisstefnu landsins. Þá kom í ljós að valdamik- il öfl á ísland, með forseta íslands í broddi fylkingar, vildu viðhalda sérstöku sambandi við Bandaríkin og leita leiða til að koma til móts við óskir Bandaríkjastjórnar um bæki- stöðvar á íslandi eftir að styrjöldinni lyki. Þar með veiktist mjög staða forystu Sjálfstæðis- flokksins, sem reyndist ekki hafa styrk eða vilja til að halda til streitu fyrri túlkun sinni á herverndarsamningnum frá 1941, eftir að flokksformaðurinn, Olafur Thors, var orðinn forsætis- og utanríkisráðherra í nýsköpunar- stjórninni sem tók við völdum haustið 1944. Af öllu framan- sögðu má Ijóst vera að Sveinn Björnsson hélt ekki uppi merki hlutleysisstefnu íslands í Banda- ríkjaförinni 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.