Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 23
Við aldamót
Mynd 8.
HalldórKr. Þorsteinsson (1877-1966) vareinn afhelstu
brautryðjendum íslenskrar togaraútgerðar og átti
stóran þátt íað móta þá atvinnugrein. Hann vareinn af
fimm stofnendum toganafélagsins Aiiiance og gerðist
skipstjóri á Jóni forseta, fyrsta togara sem smiðaður
var fyrír íslendinga.
vafalítið haft afgerandi áhrif í þessa veru.
Árið eftir að íslendingar fögnuðu endurreisn
lýðveldis á Þingvöllum 17. júní 1944 fögnuðu
Reykvíkingar því, að framkvæmdum við hita-
veituna frá Reykjum í Mosfellssveit var lokið.
I hátíðarræðu komst Bjarni Benediktsson,
borgarstjóri, svo að orði:
Undirbúningur og framkvæmd þessa ein-
stæða og mikla mannvirkis hefur tekið
langan tíma. Að því hafa unnið fleiri menn
en nokkru öðru mannvirki, sem íslending-
ar hafa látið gera. Margir og ólíkir aðilar
hafa orðið að leggjast á eitt, til þess að mál-
inu yrði hrundið fram.
Undirbúningur hitaveitu fyrir Reykjavíkurbæ
hófst þegar á árinu 1933. Þá samþykkti bæjar-
stjórn Reykjavíkur kaupsamning um jarðhita-
réttindi á Reykjum og Reykjahvoli. Rann-
sóknir stóðu næstu árin og framkvæmdir við
verkið hófust svo árið 1939 og stóðu öll stríðs-
árin.5 í árslok 1944 var heitt vatn komið í
2.850 hús í Reykjavík.6 Með byggingu hita-
veitunnar var hrundið í framkvæmd mesta og
sérstæðasta mannvirki, sem ráðizt hefir verið
í hér á landi. Hér var farið inn á nýja braut,
sem hvergi hafði verið reynd annars staðar í
heiminum. Staðreynd er það eigi að síður, að
áhugi fyrir hitaveitunni var ekki mikill meðan
undirbúningsrannsóknir voru í gangi. Það
voru öðrum fremur ungir verkfræðingar, sem
liöfðu alla tíð tröllatrú á því, að hægt væri að
gera hitaveilu fyrir allan bæinn og vildu koma
Mynd 9.
Hitaveitan frá
Reykjum tók til starfa
áríð 1944. í ársiok var
heitt vatn komið i
2850 hús í Reykjavik.
Fyrsti hitaveitustjórínn
var Helgi Sigurðsson,
en yfirvélstjórí hitaveit-
unnar og dælustöðvar-
innar að Reykjum var
Höskuidur Ágústsson,
sem lauk prófi i vél-
smíði frá Vélsmiðju
J.H. Jessens á ísafirði
1924. Höskuldur
tengdi þannig saman
þessa tvo merku
áfanga i atvinnusögu
þjóðarinnar á liðinni
öld.
21