Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 36
Átakaárið 1968
Mynd 2.
Átök á hafnar-
bakkanum 26. maí
1968. Fastafloti
NATO var i heim-
sókn í Reykjavík
og félagar í Æsku-
lýðsfylkingunni
mótmæltu komu
hans með því að
mála slagorð
gegn NATO með
úðabrúsum á
skipshliðarnar.
Mikill mannfjöldi
safnaðist saman
til mótmæla og
kom til harðra
átaka.
flokks sem setið hafði samfellt síðan 1959.
Einkum var farið að bera á óánægju innan
Alþýðuflokksins. Almenningur kvartaði líka
yfir því að viðbrögð stjórnarinnar við ástand-
inu væru fálmkennd, hún virtist ekki kunna
önnur ráð en að fella gengið og setja innflutn-
ingsgjöld á erlendar vörur. Afleiðingin var
hálfsmánaðar hart verkfall um 22 þúsund
launamanna í mars 1968.
Það var svo í maímánuði sem upp úr sauð.
Tilefnið var heimsókn fastaflota NATO til
Reykjavíkur. Æskulýðsfylkingin, ungliða-
samtök Sameiningarflokks alþýðu - Sósíal-
istaflokksins, efndi til mótmæla á hafnar-
bakkanum sem náðu hámarki með því að
slagorð voru máluð með málningarúða á
skipshliðarnar. Lögreglan handtók málara-
meistarana en NATO-sjóliðarnir svöruðu
með því sprauta úr þrýstivatnsslöngum á
mannfjöldann. Til talsverðra riskinga kom
m.a. fyrir framan gömlu lögreglustöðina í
Pósthússtræti.
Nokkrum vikum seinna kom til harðra
átaka á tröppum Háskólans en þar sem
haldinn var fundur ulanríkisráðherra NATO.
Þangað komu meðal annarra utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, Dean Rusk, og gríski
utanríkisráðherrann Pipinelis, og beindu
mótmælendur einkum spjótum sínum að
þeim vegna stríðsins í Víetnam og ástandsins
í mannréttindamálum í Grikklandi. Talsverð
meiðsli urðu á fólki í þessum átökum eins og
fram kemur í frásögnunum hér á eftir.
Nokkuð var um mótmælaaðgerðir um
sumarið, meðal annars var boðað til Keflavík-
urgöngu en í ágústmánuði beindu mótmæl-
endur einkum spjótum sínum að Sovétríkjun-
um og fylgiríkjum þeirra vegna innrásarinnar
í Tékkóslóvakíu. Kom til ryskinga fyrir utan
sovéska sendiráðið.
Hámarki náðu svo átökin á Þorláksmessu
en þeir atburðir áttu sér nokkurn aðdrag-
anda. Tveim dögum fyrr, þann 21. desember,
var haldinn fundur um Víetnamstríðið í
Tjarnarbúð og var hugmyndin að ganga að
bandaríska sendiráðinu að fundi loknum.
Lögregla reyndi að stöðva gönguna fyrir
framan Tjarnarbúð og á Austurvelli. Við-
brögð bæði lögreglu og mótmælenda voru
afar fálmkennd og urðu nokkrir úr báðum
hópum fyrir áverkum.
Ein af afleiðingum Tjarnarbúðarfundarins
voru deilur þeirra Sigurðar A. Magnússonar
rithöfundar og Guðmundar Hermannssonar
yfirlögregluþjóns og kúluvarpara en Guð-
mundur sakaði Sigurð um að hafa kallað sig
34