Ný saga - 01.01.2001, Síða 24

Ný saga - 01.01.2001, Síða 24
Við aldamót henni í framkvæmd sem fyrst. Rétt eins og Djúpmenn áttu sína úrtölumenn í upphafi aldarinnar, þegar vélvæðing bátaflotans hófst, skorti Reykvíkinga ekki úrtölumenn á þess- um árum. Þeir staðhæfðu, að ekki væri til neilt heitt vatn og yrði ekki til staðar í fyrir- sjáanlegri framtíð. Hér fór þó eins og oftast áður, að fullhugarnir unnu sigur. Auk vélvæð- ingar fiskiskipaflotans hafa sennilega fáar framkvæmdir fært þjóðinni meiri velsæld á öldinni sem leið, heldur en hitaveitufram- kvæmdirnar á sínum tíma. Það orkar vart tví- mælis, að hitaveitan átti sinn stóra þátt í þeirri miklu fólksfjölgun sem varð í Reykjavík á næstu árum. Á tuttugu ára tímabili, frá 1940 til 1960, fjölgaði landsmönnum um 46 af hundraði. Á þessu sama tímabili nálega tvö- faldaðist íbúafjöldinn í Reykjavík. Reykvík- ingar voru 38 þús. í árslok 1940, en tveim ára- tugum síðar voru þeir orðnir 72 þúsund. Vafa- lítið áttu bætt búsetuskilyrði, sem komu með hitaveitunni, sinn stóra þátt í þessari fólks- fjölgun. Um miðja öldina hafði þjóðin að mestu leyti sagt skilið við gamlan tíma. Hér höfðu á þessu tímaskeiði orðið svo ótrúlegar framfar- ir á nær öllum sviðum, að það er með ólíkind- um. Á aðeins fimmtíu árum hafði þjóðin sveiflast frá gamaldags búhokri inn í nýja öld. Þetta gerðist, þrátt fyrir efnahagskreppu fjórða áratugarins og margvíslega örðugleika, sem þjóðin varð að glíma við á þessum árum. Stórstígar framfarir á sviði tölvu- og fjar- skiptatækni settu mestan svip á allt mannlíf í landinu á seinustu tveim áratugum aldarinnar og sköpuðu þjóðinni ný og áður óþekkt at- vinnutækifæri. I byrjun nýrrar aldar getur ver- ið gaman að velta fyrir sér, hvort sú breyting, sem þessi nýja tækni hefir haft í för með sér, á eftir að hafa hliðstæð áhrif og tilkoma vél- araflsins og hagnýting jarðhitans hafði á fyrri hluta aldarinnar. Frumkvöðlastarf þeirra manna, sem beittu sér fyrir þessum framkvæmdum, hafði ómet- anlega þýðingu fyrir líf og starf landsmanna allra og setli sinn svip á þá framþróun, sem varð í þessu landi. Þeim ber því verðugur sess í þjóðarsögunni. Þau dæmi, sem hér hafa ver- ið nefnd af handahófi, eru aðeins lítil vísbend- ing um, að það voru athafnaskáld þessa tíma öðrum fremur, sem lögðu grunn að þeirri vel- megun, sem þjóðin bjó við lengst af á liðinni öld. í framhaldi af þessum hugleiðingum vakn- ar sú spurning, hvort þeir menn, sem brutu ís- inn í þessari atvinnubyltingu verðskuldi ekki að vera taldir í hópi þeirra manna, sem settu svip á öldina sem leið. Enginn nefndi þá hins vegar til sögu, þegar umrædd fjölmiðlaum- ræða fór fram í upphafi ársins. Gera ungir Reykvíkingar sér ekki lengur grein fyrir því, hvaða þýðingu hitaveitan hafði fyrir samfélag þeirra á sínum tíma og hefur enn í dag? Eg gat þess í upphafi þessa spjalls, að í árs- byrjun hafi menn fyrst og frenist beint sjónum sínum að stjórnmálamönnum, skáldum og listamönnum, þegar þeir voru að leita að manni aldarinnar. Enginn vafi er á því, að fjölmiðlarnir hafa mikil áhrif á söguskoðun almennings og móta nú orðið viðhorf al- mennings til manna og málefna miklu meira en áður var. Það sást bezt nú um áramótin. Fleira kemur til. Það er skoðun mín, að at- vinnusögunni hafi verið gerð lítil skil, þar til nú á allra seinustu árum. Sagnfræðingar hafa verið uppteknir af að tíunda afrek stjórn- málamannanna, skálda og listamanna og ekki hvað sízt kirkjunnar þjóna. Það er því vissu- lega ánægjulegt, að Ný saga er farin að gera þessum þætti sögunnar og samtímasögu betri skil, en áður var gert. Það er vissulega spor í rétta átt og það ber að þakka. Tilvísanir 1 Tölfrœðihandbók. Hagskýrslur lslands II, 40 (Reykjavík, 1967), bls. 22,31. 2 Hagskinna. Sögulegar haglölur um ísland. Ritstjórar Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon. Hagstofa íslands (Reykjavík, 1997), bls. 310. 3 Hagskinna, bls. 311. 4 Þjóðviljinn, 46.^17. tbl. 1906. 5 Öldin okkar, minnisverð tiðindi 1931-1950 (Reykjavík, 1951). 6 Knud Zimsen, Úr bœ í borg. Nokkrar endurminningar Knud Zimsens fyrrverandi borgarstjóra um þróun Reykjavíkur (Reykjavík, 1952). 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.