Ný saga - 01.01.2001, Page 15
Forsetinn og utanríkisstefnan
var gerður nýr samningur, Keflavíkursamn-
ingurinn. Bandarísk stjórnvöld fengu flugað-
stöðu á Keflavíkurflugvelli sem bandarískt
fyrirtæki, American Overseas Airways, sá urn
í umboði bandaríska hermálaráðuneytisins.48
Vissulega var Keflavíkursamningurinn
fjarri upphaflegum óskum Bandaríkjamanna
um herstöðvar til 99 ára. Þannig gat Ólafur
Thors með talsverðum rétti lýst yfir á Alþingi
að slaðið hefði verið við öll ákvæði hervernd-
arsamningsins frá 1941, þar á rneðal ákvæðið
um brottför hersins að lokinni styrjöldinni.
Jafnframt má þó ljóst vera að Keflavíkur-
samningurinn hvíldi á sanra grunni og her-
verndarsamningurinn frá 1941. Keflavíkur-
samningurinn staðfesti fráhvarf frá hlutleysis-
stefnu Islands og upptöku sérstaks og náins
sambands við Bandaríkin.49 Þessi stefnu-
breyting var í fullu samræmi við málflutning
forsetanna tveggja í Hvíta húsinu þann 24.
ágúst 1944.
Keflavíkursamningurinn hafði einnig þau
pólitísku áhrif innanlands sem Sveinn Björns-
son vonaðist sennilega eftir. Sósíalistar rufu
ríkisstjórnarsamstarfið og Ólafur Thors varð
að hverfa úr forsætisráðherrastóli. Forseti ís-
lands átti frumkvæðið að myndun samsteypu-
stjórnar Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks undir forystu formanns Al-
þýðuflokksins, Stefáns Jóhanns Stefánssonar.
Forsetinn var reyndar reiðubúinn að sam-
þykkja myndun minnihlulastjórnar Alþýðu-
flokksins eins, sem þá var minnstur fjórflokk-
anna.50
Sem fyrr voru Sveinn Björnsson og Stefán
Jóhann Stefánsson sama sinnis. ísland átti
eindregið að skipa sér í sveit með Vesturveld-
unum, rækta átti hið sérstaka samband við
Bandaríkin og „kommúnistar“ skyldu ekki
sitja í ríkisstjórn á íslandi. Þessi grundvallar-
atriði voru í heiðri höfð þar til árið 1956 þeg-
ar Alþingi samþykkti ályktun um brottför
bandaríska hersins úr landinu og mynduð var
vinstri stjórn með þátttöku Alþýðubandalags-
ins. Þá gætti ekki lengur áhrifa Sveins Björns-
sonar en hann dó árið 1952.
Sveinn Björnsson var þjóðhöfðingi Islands
1941-52. Þegar lilið er á þetta tímabil í heild
sinni virðist sem enginn flokksforingi eða
þingmaður hafi haft jafnmikil áhrif á mótun
utanríkisstefnu landsins og Sveinn. Ríkis-
stjórnir og ráðherrar kornu og fóru á þessurn
árum , venjulega eftir stutta setu. A fimmta
áratugnum sátu átta ríkisstjórnir. Finnn menn
gegndu embætti forsætisráðherra og fjórir
voru utanríkisráðherrar.
Einstakar greinar stjórnarskrárinnar vísa
til þess að meðferð framkvæmdavaldsins sé
alfarið í höndum ráðherra. Þannig hefur for-
seti Islands, að því er virðist við fyrstu sýn,
engu sérstöku hlutverki að gegna í samskipt-
um íslands við erlend ríki né í mótun utanrík-
isstefnu landsins. Meginhugsunin að baki ís-
lensku stjórnarskránni, sem tók gildi 17. júní
1944, var hins vegar sú að hinn þjóðkjörni for-
seti væri uinboðsmaður þjóðarinnar og veitti
lýðveldinu forystu.51 Enginn hefur orðað hin
upphaflegu markmið þjóðarinnar og Alþingis
með forsetaembættinu betur en Ólafur Thors
í minningargrein um Svein Björnsson. Þar
segir:
Honum [forsetanum] er ætlað að vita allt á
sviði stjórnmálanna, hafast ekki að, en vera
stöðugt viðbúinn. Þegar svo örlagastundin
rennur upp, þegar stjórnarkreppur ógna og
yfir vofir glötun mikilla verðmæta, vegna
þess að þjóðarskútan velkist um í ólgusjó
stjórnmálanna, eins og stjórnlaust rekald,
er þessum afskiptalitla manni ætlað að
grípa um stjórnvölinn, taka málin í sínar
hendur, firra þjóðina voða og korna þjóð-
arskútunni heilli í höfn ... Það er afar þýð-
ingarmikið að forseti íslands gerþekki völ-
undarhús stjórnmálanna. Hann þarf að
geta leikið á silt hljóðfæri eins og snilling-
ur.52
Glundroðinn og óstöðugleiki flokkakerfisins
á fyrsta áratug íslensks sjálfstæðis þegar taka
þurfti afdrifaríkar ákvarðanir um stöðu ís-
lands í umheiminum kölluðu beinlínis á
styrka leiðsögn þjóðhöfðingjans. Þá forystu
var fyrsti forseti íslenska lýðveldisins, Sveinn
Björnsson, fús að veita, ekki síst á helsta
áhuga- og starfssviði hans áratugum sarnan,
utanríkismálum Islands.
Mynd 14.
Stefán Jóhann
Stefánsson félags-
málaráðherra fór
jafnframt með utan-
ríkismál í þjóð-
stjórninni. Hann var
sama sinnis og
Sveinn Björnsson
í utanríkismálum.
Sem fyrr voru
Sveirm Björns-
son og
Stefán Jóhann
Stefánsson
sama sinnis.
ísland átti ein-
dregiö að skipa
sér í sveit með
Vesturveldun-
um, rækta átti
hið sérstaka
samband við
Bandaríkin og
„kommúnistar“
skyldu ekki sitja
í ríkisstjórn á
íslandi