Birtingur - 01.01.1957, Side 12

Birtingur - 01.01.1957, Side 12
Jón Óskar: Viðtal við Jón úr Vör Árið 1937 kom út lítil ljóðabók eftir tvítugan pilt vestan af Fjörðum. Sjaldan hefur fyrsta bók ungs höfundar vakið jafnmikla athygli, og seldist hún upp á skömmum tíma. Þessi ungi piltur sló þegar nýjan streng í fyrstu bók sinni, var ófeiminn að yrkja eins og honum bauð við að horfa, orti raunar flest ljóð sín í hefðbundnu formi, gætti vel stuðla og ríms, en bryddaði þó upp á rímleysu í einstaka ljóði- Piltur þessi nefndi sig Jón úr Vör, en bók sína kallaði hann Ég ber að dyrum. Næsta bók, sem Jón lét frá sér fara, var Stund milli stríða (1942). Um þá bók mætti segja, að þar hafi skáldið á vissan hátt týnt sjálfu sér í leit að nýju formi, í viðleitni að gera sér grein fyrir eðli þess ljóðs, sem hann vildi yrkja, þar er tilhneiging til að fella burt allt orðskrúð, láta ekkert orð vera til uppfyllingar einungis eða vegna rímsins. Það mistekst að vísu oftast, en hvað um það. Skáldið, sem hafði týnt sjálfu sér í þessari prófraun, hafði fundið sjálft sig um leið. Og næsta bók Jóns úr Vör, Þorpið, skar úr um, að þessi leit, þessi sjálfsprófun hafði ekki verið til einskis. Skáldið hafði nú algerlega breytt um ljóðform, kastað burtu stuðlum, höfuðstöfum, rími, háttbundinni kveðandi, öllu, sem lærdómsmenn í norrænu hafa jafnan sagt, að væri ómissandi íslenzku ljóði. 1 þessari bók s.tigu kreppuárin fram í dagsljósið ef til vill greinilegar en í nokkru öðru íslenzku skáldverki. „Dagarnir voru eins og þungir hlekkir“, en lífið hélt áfram með vonir sínar, ást og vonbrigði, hversdagslegt og ríkt í senn, þrátt fyrir allt. En framtíðin blasti ekki við íslenzku fiskiþorpi. Það var ekki aðeins kreppa, heldur voru atvinnuhættir sífellt að breytast. Það var von að skáldið væri vantrúað á það, að byltingin rauða mundi verða í þessu framtíðarlausa íslenzka þorpi. Ekkert sýnist mér fráleitara en bera Þorpið saman við hetjurómantíkina í Sölku Völku. Þessi tvö verk eiga ekkert skylt. Salka Valka er eins konar stórleikur, sem settur er á svið í íslenzku þorpi, en er enginn spegill þess ástands sem ríkir í íslenzku þorpi á kreppuárunum. Hún þyrfti ekki nauðsynlega að vera sviðsett í þorpi, ekki ófrávíkjanlega. Ljóðabók Jóns hinsvegar speglar þorpið og tímabilið, læsir hetjurnar inni, en leggur í þess stað þær vinnulúnu hendur í lófa okkar, sem við finnum að eru hendur lifandi fólks, en ekki söguhetju. Ef til vill var ekki hægt að gera þetta í öðru formi. En svo undarlega brá við, að nú sneru ýmsir baki við skáldinu, þótt áður hefðu haft á því dálæti. Þeir fundu ekki rímið sitt. Þeir gátu ekki fyrirgefið skáldinu að kalla þetta Ijóð. Aðrir sáu þó betur, einsog t. d. Sigurður Nordal og Kristinn E. Andrésson. Þeim gat ekki dulizt, að ljóðbókmennir íslands voru að ríkari, en hitt skipti ekki máli, þótt rímið væri kannski úti í hafsauga. Mér datt í hug, að lesendum Birtings, sem margir eru ungir, þætti fróðlegt að kynnast nokkuð ferli og skoðunum þessa skálds, sem á að vissu leyti sök á því, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.