Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 13
jafnvel greinargóðir menn vaða í þeirri
villu, að íslenzkur nútímaskáldskapur,
einkum ef þeir ekki skilja hann, sá
skáldskapur sem þeir hafa uppnefnt
„atómljóð“, sé undantekningarlaust án
ríms, án stuðla og án háttbundinnar
kveðandi.
Bók Jóns, sú sem mest truflaði íslenzkt
brageyra, hefur nú verið þýdd á sænsku, án
þess vitað sé að það hafi valdið neinum
misskilningi á því hvað væri ljóð þar í landi,
enda hafa Svíar ekki jafnmikið brageyra
og íslendingar. Kannski kunna þeir því
betur að meta ljóð.
Það var í endaðan febrúar s.l. að ég hitti
Jón úr Vör að máli og bað um samtal. Fer
það hér á eftir.
Við hófum þetta samtal mjög óformlega,
röbbuðum fram og aftur um viðhorf í
ljóðlistinni nú og fyrr, einkum síðasta
aldarfjórðunginn.
Við skulum nema staðar árið 1930, segir
Jón, og athuga hvar við vorum þá staddir í
ljóðagerðinni. Enda þótt Einar Benediktsson
væri þá enn á lífi var heilsu hans svo farið
að skáldferill hans var á enda. Hann stóð
líka nokkuð einn og áhrifa hans gætti ekki
í ljóðagerð yngri manna. Sama var að segja
um Stephan G. Stephansson, sem þá var
nýlátinn. Það var varla fyrr en þeir voru
allir, að þeir hlutu þjóðskáldssessinn.
Guðmundur Friðjónsson hafði aldrei notið
verulegrar lýðhylli og Jakob Thorarensen,
þrátt fyrir hressilega spretti, ætíð verið
nokkru eldri en samtíð hans. Hann átti þó