Birtingur - 01.01.1957, Page 22
Erik Lindegren
er fæddur 1910 í Östersund, Svíþjóð. 25 ára
gaf hann út fyrstu bók sína, „Posthum
ungdom“, ljóð í hefðbundnu formi sem
vöktu litla athygli á höfundinum. En 1942
kom „mannen utan vág“, sú bók sem
tvímælalaust hefur vakið mesta athygli
allra ljóðabóka sem út hafa komið á
Norðurlöndum síðastliðin tuttugu ár. I
bókinni eru fjörutíu sonnettur sem mynda
eina efnislega heild eftir ströngum
formreglum. Ljóðin eru ort 1939—40.
þegar villimennska nazista var í
algleymingi, og þau bera þess merki: þau
fjalla um ósigur og dauða, en einnig um
það „hvernig ósigurinn getur snúizt í sigur
þegar þjáningin verður mannkjminu of
þungbær", eins og einn sænsku
gagnrýnendanna komst að orði. Um þessa
bók hafa verið skrifaðar f jölmargar
bókmenntalegar ritgerðir, þar sem gerðar
eru tilraunir til að skýra efni hennar og
líkingamál, enda eru ljóðin mjög torlesin og
margslungin. — 1947 gaf Lindegren út
þriðju bókina, „Sviter“. Þar er form
ljóðanna frjálsara og höfundurinn ekki eins
myrkmáll og svartsýnn og í „mannen
utan vág“, en þó er bókin langt frá því að
vera auðlesin. 1954 kom svo síðasta bókin,
„Vinteroffer", en úr þeirri bók er
meðfylgjandi kvæði þýtt-
12