Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 23
Erik Lindegren:
íkaros
Nú dofna minningar hans frá öngstigunum.
Hin eina minning: að hrópin og örvæntingin steig
unz þau sveifluðu sér upp frá jörðinni.
Og að allar gjár sem ávallt höfðu kallað
á sínar brýr í brjósti hans
lokuðust hægt, sem augu,
að fuglar þutu hjá, sem örvar eða skyttur,
að lokum hinzti lævirkinn er straukst við hönd hans,
hrapaði og söng.
Og síðan völundarhús vinda, og þess blindu uxar,
flughamrar og ljóshróp,
jneð sínum móða andardrætti, sem hann var
lengi og síðbúinn að venjast,
unz þau stigu á ný, augu hans og flug.
Nú stígur hann einn, í heiðríkju,
í fuglsnauðri auðn, í flugþotuhverfum gný . . .
stígur mót æ bjartari og bjartari sól,
sem verður æ svalari, æ kaldari,
upp móti eigin frosnu blóði og fljúgandi straumúða sálnanna,
fangi hvínandi lyftu,
ferð loftbólu í hafi mót segulmögnuðu yfirborði:
sprenging fósturhimnunnar í gagnsærri nálægð,
straumsnúður af teiknum, gosbnmnsfljúgandi, hrapandi blátt,
hrynjandi múrar, og ráðvillt hrópið að handan:
Venileiki hnminn
án þess nýr hafi fæðzt!
Hannes Sigfússon íslenzkaði.
13