Birtingur - 01.01.1957, Page 26
verið misnotað nokkuð, að því leyti er það
hefur verið notað í sambandi við afmarkaða
fleti. Áreiðanlegt er, að gengi hins loðna
tachisma hefur að miklu leyti orsakazt af
geometrisma, sem ofnotað hefur reglustriku
og sirkil, til þess fremur að ná þægilegu
jafnvægi í línur og litaða fleti en orka á
tilfinningar okkar. Hafi verið rétt að
minnast þess, að myndlist eigi fyrst og
fremst að valda geðbrigðum, þá ræður
listamaðurinn yfir ótakmörkuðu sviði milli
ósveigjanlegs teikniháttar og taumlauss
abstrakt-impressionisma.
Allir möguleikar voru fyrstu abstraktlista-
mönnum opnir og þeir gátu farið ólíkustu
leiðir án allra vandræða. 1 dag hafa svo
mörg svæði óhlutstæðrar listar verið
könnuð, að ýmsir fígúratívir tilkynna með
fögnuði bráð endalok abstraktlistarinnar, er
— að þeirra sögn — sé komin í þrot með
að finna eitthvað nýtt 1 stað sífelldra
endurtekninga.
Öll merk listatímabil eru fræg vegna vel
byggðra verka. Frá Cézanne til þessa tíma
hafa allir listamenn Parísarskólans lagt
mikla áherzlu á örugga byggingu verka sinna.
Hóflausustu dadaistarnir gengu aldrei svo
langt, að innramma tuskurnar, sem þeir
þurrkuðu penslana sína með, en nú er
næstum svo komið um sum verk nútíma
málara.
Fleiri áhyggjur vakna við athugun ýmissa
uppgötvana en ýkjur formleysisins-
Sumir listamenn telja sig hafa fundið f jórðu
eða fimmtu víddina og leita að einhverskonar
vísindalegum grundvelli eða áður óþekktum
fræðisetningum til þess að sanna eða
útskýra verk sín.
En rökræður eða skrif nægja ekki til þess
að tryggja gildi listaverks. Til allrar lukku
Maussicn: Málverk
Fautriéer: ,,Jökull“
16