Birtingur - 01.01.1957, Síða 30

Birtingur - 01.01.1957, Síða 30
okkur til fylgdar. Óskaplegir skynsemismenn slá um sig meðal listamanna og til þess að sanna að þeir séu efnishyggju- og framfarasinnaðir, er þeim mikið í mun að uppgötva fræðikenningar, sem döguðu uppi fyrir hálfri öld, en gleyma vísindunum. Þetta gæti bara verið hlátursefni, en verður ósmekklegt og enn einu sinni hættulegt fyrir vissan hátt listrænnar tjáningar. Fyrst af öllu er skáldskapurinn (poesi). Við vitum að hann kemur fram á margan hátt: í orðum, tónum, teikningu, lit, formum sérstaklega og endurnýjast stöðugt fyrir nýja tækni og hugmyndir. Að skilja list frá skáldskap er f jarstæða: við slíkar aðstæður hverfur listin þegar frá henni er tekið það, sem er eðli hennar. En þe'ási athöfn hefur það aðalmarkmið, að tengja reynslu nútíma listar við staðreyndir vísindanna, séu þau talin einkennandi fyrir okkar tíma. Þetta verður enn til að magna glundroðann, því ekki getur verið tun það að ræða að tefla vísindunum fram gegn skáldskapnum. Þá mætti líka fara að leggja saman lítra og metra. Vilji listamaðurinn taka uppgötvanir vísindanna til greina, þá er það í alla staði réttmætt. En það getur aldrei orðið í öðrum tilgangi en að skapa list, nefnilega að yrkja. Notfæri hann nýjustu vísindi og þau geri honum kleift að umskapa fagurfræðina eða finna nýja þá erum vér samþykkir, en takmark tilraunar hans er list, orsök starfsins er verkið, en ekki vísindi. Nema sjálf vísindin nægi og afskipti listamannsins séu óþörf. Ef einhver skúlptúr snýst í lausu lofti fyrir rafmagni, þá er það merkilegt, en hafi skúlptúrinn ekkert gildi og sé staðsetning hans í rúminu án fegurðar, Poliakoff: Málverk Tobey: „Extesnension from Bagdad“ 20 i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.