Birtingur - 01.01.1957, Side 33
staffeli-myndin ekki. Skáldskapnum verður
ekki komið fyrir á yfirborðinu, að því er
ég bezt veit- Það sem gerir mismuninn
eru lögmál byggingarinnar (composition).
Veggur í húsi verður að vera skreyttur í
samræmi við hina og heildin, sem þannig
myndast, í samræmi við alla bygginguna.
Læt ég svo útrætt um það.
Hér hefur vafalaust verið farið nokkuð fljótt
yfir. Gæti það aðeins vakið umræður, sem
nú eru orðnar nauðsynlegar. Annað
listforai, hreyfingin, sem ég hef minnzt
á, er orðin nýr þáttur í umræðunum,
vegna þróunar hennar undanfarið. En enn
skal það tekið fram, að þetta er hvorki
í andstöðu við málara- né höggmyndalist;
ég endurtek að þetta er allt annað listform.
Léon Degand:
Þessi stutta greinargerð þarf ekki að villa
fyrir neinum. Um það er ekki að ræða að
lægja einhverjar öldur, meira eða minna
yfirskilvitlegar, heldur varpa dálitlu ljósi
þar á, er ýmsir virðast gera sér leik að þyrla
upp dimmu moldviðri. Auk þess er það aðeins
í augum þeirra, sem una sér vel í þessum
ruglingi, vegna fáfræði eða þvermóðskra
skapsmuna, sem nútíma list er illa á
vegi stödd.
Vandamálið sem traflar listina í dag er
vandamál tjáningarformsins. Því miður er
það áreiðanlega þessi hlið málsins, sem
minnst áherzla er lögð á- Við skulum
athuga orsökina til þess bráðum.
Kringum 1910 kom sannarlega einstætt Dewasne: Málverk
23