Birtingur - 01.01.1957, Page 50
ieikstjórum og nokkrum leikurum. Þá eru
teknir kaflar úr leikritum, æfðir og sýndir
með samtíningssniði utan reglulegs
sýningartíma að viðstöddum höfundi og
fáum völdum mönnum með gagnrýnisskyn.
Skáldið getur þá gert sér ljóst, hvar það
hefur slegið feilnótur og hvaða kröfur
leiksviðið gerir til verksins. Ekki væri úr
vegi að reyna eitthvað slíkt hér á landi. Ef til
vill mætti láta leikskólana gegna þessu
hlutverki að einhverju leyti.
Ekki skal svo lokið þessu spjalli að ekki sé
minnzt á kjallara- og háaloftaleikhúsin,
sem gegna gríðarmikilvægu hlutverki í
nágrannalöndum okkar. Húsnæðið er oft
ekki ýkjastórt, kannski rúmgóð stofa, þar
sem leiksviðsnefnu er komið fyrir í öðrum
endanum og nokkrum stólum 1 hinum.
Oft taka slík leikhús ekki nema 40—50
manns í sæti. Þröngur fjárhagur og smæð
sviðsins valda því, að mikið verður að slaka
á kröfum um ytri íburð sýninganna,
enda slíkt ekki talið nauðsynlegt. Hið
listræna takmark er sett þeim mun hærra,
Áherzla er lögð á, að ljós séu góð-
Leiktjöldin eru dregin fáum skírum dráttum
með afarlitlum tilkostnaði, svo og búningar.
Leikarar og annað starfsfólk vinna oft
endurgjaldslaust eða fá borgað eftir því,
hvað kemur í kassann. Leikhúsið er því
að miklu leyti f járhagslega óháð og þarf
ekki að velja sér verkefni eftir fjöldahylli
þeirra. Það er mjög skemmtileg reynsla
að kynnast starfsemi stúdíóleikhúsanna, því
að í þeim ríkir andrúmsloft sem óþekkt er á
stærri stöðum. Þau geta leyft sér að taka
til flutnings verk, sem stærri leikhúsum
er fyrirmunað að fást við aðstöðu sinnar
vegna. Ungir hugmyndaríkir höfundar
eru þarna aufúsugetir, og þar hefur byrjað
ferill ýmissa beztu leikara, sem annars
hefðu aldrei komizt á leiksvið. Starfsemi
sem þessi dælir stöðugt nýju blóði í æðar
listarinnar og skapar lífræna spennu,
þar sem listrænt sjálfstæði og dirfska vega
upp á móti hefðbundinni fjárhagsstefnu
stærri leikhúsanna. Einmitt þessa spennu
vanhagar okkur svo mjög um hér á landi.
Okkur vantar einn slíkan blóðbanka, til
þess að allt koðni ekki niður í deyfð og
lognmollu. Það er svo sáralítill munur á
stefnu Þjóðleikhússins og Leikfélagsins í
Iðnó. Viðfangsefnin eru sama eðlis og
aðferðirnar við útfærslu þeirra hinar sömu.
Þess vegna gerist aldrei neitt, það fellur
aldrei nein sprengja, sem sundri hefðinni og
rífi okkur upp úr ládeyðunni.
Ef takast mætti að skapa hér slíka spennu,
hvort sem hún fengist með tilkomu nýs
leikhúss eða stefnubreytingu þeirra, sem
sem fyrir eru, er líklegt, að horfa mundi í
framfaraátt um leikmenningu okkar.
o*
þ;
OK
36