Birtingur - 01.01.1957, Page 52
Boris Pasternak:
Af hjátrú
Askja með rauðu epli:
vistarvera mín.
Ó, samt skyldi enginn ata sig í leiguhúsnæði
til dauðadags, til grafardags.
Enn hef ég komið mér fyrir
af hjátrú,
eikarbrún veggteppi,
söngur dyranna.
Slagbröndum hélt ég í hendi mér,
þú streittist gegn
og hárið straukst við undursamlegt enni
og varir strukust við fjólur.
Ó, elskan mín, í nafni fyrri stunda,
einnig á þessari stundu
syngur skart þitt eins og fífill.
Apríl, góðan dag.
Það er synd að hirða ekki um hreinleik þinn,
þú komst og hélzt á stól,
þú fannst líf mitt á hillu,
og þú blést burt af því rykið.
Jón Óskar íslenzkaði.
Boris Pasternak er fæddur árið 1891. Hann
er álitinn bezta nútíma ljóðskáld
Sovétríkjanna, hefur ekki lagt stund á
aðrar greinir bókmennta en ljóðlist, en
en skáldsögu hefur hann samið í ljóðum.
Ljóðið sem hér birtist er þýtt úr frönsku.
38