Birtingur - 01.01.1957, Page 57
hörgull sé á mönnum sem eru svo ósvífnir að halda því fram, að
listmálarar máli abstrakt í þeim eina tilgangi að græða peninga!
— Hvað viljið þér að lokum segja um stöðu abstraktlistar um þessar
mundir ?
— Ég álít að nú ríði á að halda út, gefast ekki upp. Mér virðist nefnilega
mega greina nokkra uppgjafarhneigð í tache-ismanum: það er þrátt
fyrir allt vinsælla að mála eitthvað þokukennt en það sem er klárt og
kvitt: hreint og ákveðið. 1 tache-ismanum geta menn látið hugann
reika án of mikillar áreyn'slu, abstraktlistin leyfir engin undanbrögð: þú
verður að taka afstöðu. Tache-isminn hefur vafalaust stuðlað að
sköpun margra ágætra listaverka, en að mínum dómi hefur hann engu
bætt við.
Eins og fleiri legg ég áherzlu á hina plastísku syntesu, eins og við köllum
það hér: við viljum fá allar greinir rúmtakslista til að vinna saman að
sköpun heilsteypts lifandi stíls, fá arkitekta, myndhöggvara, málara,
listiðnaðarmenn, verkfræðinga — alla sem vinna að mótun hlutanna er
við höfum fyrir augum — til að bindast ósýnilegum böndum, sameinast
í þeirri viðleitni að skapa fagran heim handa manninum að lifa í. Og
þá væri það ekki nóg að iðkendur mótunárlista væru allir af vilja gerðir,
ef þjóðfélagið ynni leynt og ljóst gegn viðleitni þeirra. En það er
önnur saga.
Frá sýningu á verkum Deyrölles í
sýningarsal Denise René
43