Birtingur - 01.01.1957, Síða 64

Birtingur - 01.01.1957, Síða 64
hjálpað ungverskum valdhöfum að leiðrétta mistök sín. Hér eru tvö dæmi um þetta: A) „Sovétherinn, sem var í Ungverjalandi samkvæmt Varsjársáttmálanum“ segið þið, ,,var látinn hverfa úr Búdapest undireins og stjórn Imre Nagy óskaði þess, sú sama, sem áður hafði sjálf farið fram á það, að ráðstjórnarher kæmi henni til hjálpar." Þið virðist ekki vita, að Imre Nagy hefur ákveðið neitað því að hafa kallað á hjálp ráðstjórnarhers, þegar hann tók við völdum. Það var Gerö, sem raunverulega kallaði á þessa hjálp. Það er mjög mikilvægt að hafa það, sem satt er í þessu efni. Öll ungverska þjóðin beið í ofvæni eftir því að Imre Nagy settist aftur að stjórnartaumunum. Ef um ósk frá honum var að ræða, gat ráðstjórnarherinn haldið, að með því að láta að ósk hans væri verið að gera bón allrar þjóðarinnar. En í rauninni var ósk sú, sem Gerö bar fram, ekki annað en hörmuleg kóróna allra þeirra mistaka, sem þið kvartið um í upphafi bréfs ykkar. Og það voru einmitt þessi fyrstu afskipti hers, sem ýfðu þá hugarólgu, er ræða Gerös 23. október hafði þegar valdið, breyttu kröfugöngu f jöldans í raunverulega uppreisn og gerðu afturhaldsöflum fært að láta til sín taka í i skjóli þjóðerniskenndar, sem alltaf hefur ' verið mjög sterk í Ungverjalandi. B) Við álítum, að ráðstjórnarblöðin og blöð kommúnista geri sem allra minnst úr þátttöku fólksins og veigamikils hluta kommúnistaflokksins í atburðunum (eins og það hafi aðeins verið nokkrir óánægðir verkamenn, sem hafi látið Horthy-sinna villa sér sýn) og þegi um sósíaliskt eðli ráða verkamanna, hermanna, bænda og stúdenta. Jafnvel í Györ, sem sagt var að væri sundrungarmiðstöð fasista, lét hinn gamli baráttumaður kommúnismans, Attila Szigati, formaður verkamannaráðsins, þessi orð falla við blaðamann: „Við viljum raunverulegan sósíalisma og brottför Rússa. Við viljum á engan hátt hafa neitt saman að sælda við gamla horthy-stjórnarfarið.“ Það voru þúsundir og tugþúsundir af mönnum eins og Szigati. Enn í dag, þegar búið er að bæla niður uppreisnina, þegar ekki getur lengur verið um fasisma að ræða í Ungverjalandi, lifir viðnám verkamanna innan um rústimar, og Kadar-stjórninni er nauðugur einn kostur að horfast í augu við það. 1 gærmorgun, 23. nóvember, skall aftur á allsherjarverkfall að boði verkamannaráðsins til að fá framgengt þeim átta atriðum, sem fjöldinn hafði krafizt. I gærkvöld var samningur undirskrifaður um að hefja aftur vinnu, en stjórnin hefur viðurkennt vald verkamannaráðanna í stjóm verksmiðjanna. Áskilja ráðin sér rétt til að boða aftur verkfall, ef loforð stjórnarinnar verði ekki haldin. Þannig sýnir ungverskur verkalýður, að þrátt fyrir kulda, hungur og fangelsanir er hann reiðubúinn að deyja fremur en að gefa eftir meginkröfur sínar um kjarabætui'. II- — Og það er í þesu atriði, sem skilningur okkar er andstæður ykkar skilningi: Álítið þið ekki, að í landi þar sem fólk hefur lifað í tíu ár við stjórnarfar alþýðuríkis, þar sem eignir hafa verið teknar af lénsherrum og stórhlutar þjóðarbúskaparins þjóðnýttir, þar sé félagslegur og efnahagslegur grandvöllur undir fasisma orðinn ákaflega veikur og það sé orðið allt að því óhugsandi fyrir hann að ná völdum ? Að þessu leyti virðist okkur ástandið í 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.