Birtingur - 01.01.1957, Qupperneq 65

Birtingur - 01.01.1957, Qupperneq 65
Ungverjalandi mjög frábrugðið ástandinu í Úkraínu 1919, þ- e.a.s. tæpum tveimur árum eftir októberbyltinguna, þegar hið nýja skipulag hafði varla komizt á neinn grundvöll. Nú á dögum hefur vígi alþýðuríkjanna stöðugt verið að færast út og styrkjast. Við getum ekki heldur séð í afturhaldi Ungverjalands eins skelfilega hættu og stafaði af Hitler 1939. Við neitum því ekki að á vissum stöðum, þar sem afturhaldsmenn höfðu undirtökin, hafa kommúnistar orðið fórnarlömb þeirra. En þau gögn, sem okkur hafa borizt, sýna, að ógnaræðið hefur aðallega komið niður á hinum hötuðu starfsmönnum öryggislögreglunnar, sem sekir voru um margvíslegan yfirgang og pyndingar. En fyrir okkar leyti trúum við þvi, að verkalýður, sem nú á dögum er fær um að heimta réttarbætur af slíkum ofurmóði og 1 slíkri örbirgð, hefði getað með hjálp hermanna ráðið niðurlögum sinna eigin fasista og komið á friði og reglu í landi sínu. Við álítum, að hann hafi haft sjálfsagðan rétt til þessa hlutverks, eftir því sem honum entist afl til, (með þeirri áhættu og þeim fórnum, sem það fól í sér). Við álítum, að verkamenn, bændur, hermenn og menntamenn Ungverjalands hafi sjálfir getað komið upp hjá sér sósíalísku stjórnarfari eftir aðstæðum í landi sínu, og það hryggir okkur djúpt, að ráðstjórnarher, sem var ófær um að greina á milli uppreisnarmanna afturhaldsins og sjálfrar alþýðu, en greiddi atlögu blint á báðar hendur, skuli þannig hafa alvarlega lemstrað þessa tilraun og þessa von. Og liggur ekki í réttlætingu á íhlutun hersins vanmat á mætti alþýðunnar og vantraust á baráttuhæfni verkalýðsins ? 1 Pravda stóð raunar skrifað sama morgun og ráðstjórnarherinn lét til skarar skríða í seina skiptið: „Ungverska þjóðin, verkalýður hennar, allir sannir föðurlandsvinir hennar, mun sjálf hafa nægilegt bolmagn til að gersigra afturhaldið-“ Vitið þið ekki, að það voru verkamannastöðvarnar í Búdapest og sérstaklega verkamennimir í Csepel-verksmiðjunum, sem síðast afhentu vopn sín? Við álítum, að ef rauði herinn drægi sig nú í hlé, væri ekki hægt að ásaka hann fyrir að hörfa undan fasistum, hann mundi hörfa undan einum vilja ungverskra verkamanna og hann mundi þannig rækja hlutverk, sem honum sæmdi og væri ekki ómerkilegra en það hlutverk, er hann rækti andspænis herjum Hitlers. Hvaða verði hefði átt að gjalda þau mistök, sem orðið höfðu í Ungverjalandi? spyrjið þið. En nú þegar hefur orðið að gjalda þungan skatt á Vesturlöndum fyrir íhlutun ráðstjórnarhersins. Það eru ekki aðeins menntamenn, sem hafa orðið miður sín. Verkalýðsstéttin er enn á ný alvarlega sundruð, meiri hluti verkamanna í Vestur- Evrópu fordæmir afstöðu stjórnarvalda ykkar. 1 franska verkalýðssambandinu C. G. T. var ekki unnt að viðhalda einingu nema með því móti, að sambandsstjórnin leiddi hjá sér að taka afstöðu til atburðanna í Búdapest, og það á þeirri stundu þegar afturhaldið hafði einmitt sýnt klærnar með árás Frakka og Breta við austanvert Miðjarðarhaf og grundvöllur hefði verið fyrir því að sameina enn meir ýmsar alþýðlegar og friðsamar stefnur. Af öllum þessum ástæðum getum við ekki fallizt á skoðun ykkar, og þykir okkur einsætt að halda yfirlýsingu okkar til streitu óskertri. En við erum reiðubúnir að koma 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.