Birtingur - 01.01.1957, Side 66
saman í landi, sem þið veljið, til að
halda áfram þessu prófi og rökræða málið,
bera saman bækur okkar um ungverska
harmíeikinn, reyna ásamt ykkur að fá úr því
skorið, hverjar orsakimar vom og hvar
ábyrgðin lá í þróun atburðanna. Við erum
þessu sömuleiðis albúnir að taka þátt í
rannsóknarnefnd, sem færi til Ungverjalands
að afla sér eins fullkominna og ótvíræðra
gagna og unnt er. Okkur virðist, að slíkur
fundur og slík rannsókn, sem við stingum
upp á, væri til þess fallin að komast fyrir
allan sannleikann, sem er takmark beggja,
okkar og ykkar-
Colette Audry, Simone de Beuvoir, Janine
Bouissounouse, Jean Cau, Claude Lanzman,
Michel Leiris, Claude Morgan, Marcel
Péju, Henri Pichette, Gérard Philipe,
Promides, J.-F. Rolland, Claude Roy,
Jean-Paul Sartre, Tristan Tzara, Louis de
Villefosse.
(France Observateur, 29. nóv. 1956).
Jón Óskar þýddi.
Til lesenda
Þriðji árgangur Birtings hefst nokkra
seinna en við hefðum kosið, en það stafar
af því að við lögðum nú í fyrsta sinn frá
stofnun ritsins upp í mikla útbreiðsluherför
sem krafðist allra tómstunda okkar í þrjá
mánuði. Áskrifendasöfnunin hefur leitt í
ljós að Birtingur á vinsældum að fagna um
land allt og enn mætti auka sölu hans
stórlega með sameiginlegu átaki. Við
stöndum í óbættri skuld vð óteljandi
velunnara Birtings sem hafa sýnf hug sinn
til hans með því að færa honum hundmð
nýrra kaupenda. Við kunnum þeim öllum
einlægar þakkir. Vegna hins góða árangurs
af starfi þeirra ýtum við úr vör að þessu
sinni bjartsýnni en áður um að takast megi
að halda úti á Islandi einu frjálsu og
óháðu tímariti um bókmenntir og listir, riti
sem er eign listamanna og lesenda og
engum skuldbimdið öðmm en þeim. Enn
berast nöfn nýrra áskrifenda nær daglega
úr öllum áttum. Þeir sem eiga eftir að skila
áskriftarlistum em vinsamlega beðnir að
senda þá Ólafi Guðmundssyni, Grenimel 13
eða einhverjum úr ritstjórninni
hið allra fyrsta, svo að nýju kaupendurnir
þurfi ekki lengi að bíða eftir ritinu.
Ætlunin var að vorheftin tvö kæmu út með
stuttu millibili eins og í fyrra, en á
seinustu stundu hurfum við frá því ráði af
ótta við að verkföll kynnu að skella á í
prentsmiðjunum og seinna heftið kæmist ekki
út, áður en sumarleyfi hæfust. Þess vegna
er þetta hef ti rúmlega helmingi stærra en
venja er til, og verður stærð haustheftanna
við það miðuð að lesmál árgangsins verði að
52