Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 70
lýðveldið hafði á prjónunum miklar áætlanir um skipulagningu
úthverfa í þýzkum stórborgum, einhverjar mestu byggingarframkvæmdir
sem um getur. Leitað var arkitekta sem ekki hugsuðu fyrst og fremst
um að skapa verk er kölluðu til vegfarenda: Hér getið þið séð
afrek hins mikla meistara N.N., heldur framsýnna manna, er hugsuðu
mest um heildarþarfir þjóðfélagsins. Groþiusi var falið að skipuleggja og
reisa sum þessara hverfa, sem voru fyrstu vísar að nútímaborg.
í grænum skógarlundum risu upp hvít sambýlishús, skólar, verzlanir,
samkomuhús. Milli húsa var nægilegt bil til að birtu og útsýnis nyti,
andstætt því sem var um leiguhjallana er byggðir voru umhverfis
sólarlausan og sóðalegan húsagarð og sjá má ótal dæmi um í öllum
stórborgum Evrópu.
Lengst verður þó Gropiusar minnzt vegna starfs hans við hinn fræga
skóla Bauhaus, þar sem ýmsir færustu myndlistarmenn álfunnar unnu,
svo sem Kandinsky, Klee, Malevitsch, Moholy-Nagy. Skólinn
grundvallaðist á tveimur meginhugmyndum: 1. samstöðu allra list- og
listiðngreina, 2. nauðsyn á íhlutun listarinnar um mótun alls konar hluta,
sem framleiddir voru í vélaiðnaðinum.
Til þess að ná þessu marki unnu kennarar og nemendur í sameiningu
að mótun smekkvíslegra fyrirmynda alls konar muna til
fjöldaframleiðslu: hlutir í byggingar, húsgögn, húsmunir, vefnaður •—
allt skyldi fullnægja fegurðar-, tækni- og notagildiskröfum nútímans.
f þessu skyni lét Gropius nemendur sína vinna í nánum tengslum við
vélamar sjálfar, „ekki vegna þess að það væri takmark í sjálfu sér,“ eins
og hann kemst að orði, „heldur til þess að auga og hönd fengju
alhliða þjálfun og til að greiða fyrir valdi mannsins yfir
56
Walter Gropius: Sambýlishús í Berlín-Siemensstadt, reist 1929