Birtingur - 01.01.1957, Page 71
vélframleiðslimni. "
Þótt Gropius ætti fullt í fangi með að starfrækja skólann bæði vegna
fjárhagsörðugleika og sífelldra illgirnislegra ofsókna hvers konar
afturhalds, má ýkjulaust segja að Bauhaus yrði brátt miðsetur
evrópskrar listmenningar. Vörur sem framleiddar voru eftir
fyrirmyndum frá Bauhaus tóku fljótlega að ryðja sér til rúms á
evrópskum markaði. Við skulum ekki gleyma því, að margt sem okkur
finnst sjálfsagt — svo sem létt og hagnýt húsgögn, prjállausir
veggfletir, lampar sem bera þægilega birtu, og fleira og fleira — kostaði
fnnnherjana fórnfúsa og harðvítuga baráttu um fjölda ára.
Ómögulegt er að gera sér í hugarlund, hve stórfelldan skaða menningin
beið þegar Hitler lét loka skólanum 1935 og flæmdi beztu starfsmenn
hans úr landi. Mér er tjáð að skólahúsið hafi nú verið jafnað svo
fullkomlega við jörðu að ekki sé flís eftir af þessari byggingu, þar sem
fjöldi listamanna, er hlotið hafa heimsfrægð og allir viðurkenna nú
sem merkismenn vorra tíma, störfuðu árum saman. Þá má ekki gleyma
því, að sjálft húsið var þvílík bylting í byggingarmáta, að enn hafa
fá hús verið reist sem þola samjöfnuð við það að dirfskulegri, heillandi
og voldugri formtilfinningu. Það markaði tímamót í sögu
nútímabyggingarlistar. Frh.
Walter Gropius: Raðhús í námunda við Pittsburg Bandaríkjunum, reist 1941
57