Birtingur - 01.01.1957, Side 72
T-T , „ Walter Gropius
Ur skrifum Gropiusar
Nútíma bvggingarlist hefur ekki þróazt sem ný grein á gömlum stofni,
heldur er hér um að ræða víðtæka þróun. Hin nýja stefna hefur
skapað nýjan skilning á verkefnum nútíma byggingarlistar. Þessi
stefna er byggð á heimspeki, sem er nátengd þróun nútíma lista
og vísinda, en það hefur orðið henni mikill styrkur í baráttu við
afturhaldssamar stefnur.
Ef við lítum um öxl og athugum hvað hinni nýju stefnu hefur orðið
ágengt, sjáum við að arkitektar, sem buðu almenningi úreltan
byggingarstíl, er flikkað var uppá með nútíma þægindum, eru úr
sögunni. List hinnar hagnýtu fomleifafræði er í þann veginn að hverfa.
Hin bjargfasta sannfæring okkar, að arkitektinn verði að finna hinu
lifandi lífi form og tjáningu í stað þess að skapa frumlegan stíl hefur
gengið með sigur af hólmi.
Við kref jumst að skilningur arkitektsins sé sveigjanlegur eða svo
víðtækur, að hann taki tillit til fjölbreytni nútíma lífs, en það getur
hann því aðeins, að hann segi skilið við hin gömlu úreltu listform. Því
miður kemur það einatt fyrir, að okkur er boðið upp á
einstrengingslegan formalisma, en þannig fer, þegar arkitektar hugsa
um það eitt að reisa snilligáfu sinni minnismerki. Þetta yfirlæti kemur
fram í hneigð þeirra til að vera öðruvísi en aðrir, skapa sérstæð og
58