Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 80

Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 80
Hjúkrunarkona: Hinn sparibúni: en smá hættir þegar hann fær ekki undirtektir) Þið hafið ekki getað fylgzt eins vel með þessu og ég, þið sitjið ekki þannig, að þið sjáið alminlega út um gluggann. Ég hefði getað skipzt á sæti við ykkur, ef ég hefði athugað það í tíma. En nú er það orðið of seint....Það er skömm að verða að viðurkenna það, að ef þessi hálm-maður hefði verið raunverulegur maður, þannig að það hefði blætt úr honum, hefði ég ekki þolað að horfa á þetta...Ég hef aldrei þolað að sjá blóð.....Merkilegt finnst ykkur ekki? Strax og ég sé blóð, þó það sé ekki nema lítill dropi, þá byrjar í mér allskonar æðasláttur, mér verður dimmt fyrir augum, svimar og kaldur sviti sprettur út á enninu. Stundum verður mér óglatt og ég fæ eins og nálardofa í úlnliðina...Óskemmtilegt, finnst ykkur ekki! Ég er svona tilfinninganæmur, segja læknarnir. Þess vegna kemur ekki til mála að ég verði skráður óbreyttur liðsmaður í herinn. Nehei; Ég verð tekinn í intelligensinn, ef þið vitið hvað það er. Það eru þeir sem hugsa fyrir alla og stjórna öllu og þess háttar. Hinir æðstu menn! (þögn) Ég veit að þið furðið ykkur á því nú, að ég skuli hafa þurft að bíða svona lengi, sér í lagi þar sem það mundi taka miklu skemmri tíma að afgreiða mig en ykkur. Það þarf ekki að banka í brjóstið á okkur sem förum í intelligensinn — eða hlusta okkur. Við burfum heldur ekki að fara úr fötunum eins og þið hinir. Bara smá gáfnapróf er allt sem þarf við okkur, og það tekur enga stund. Ég er meira að segja ekki viss um að þurfi að gera á mér gáfnapróf. Ætli þeim nægi ekki að skoða möppuna mína! Trúað gæti ég þá að léttist á þeim brúnin! (hlær) Ja, það munduð þið skilja, ef þið vissuð, hvað er í henni. En svo mikið get ég sagt ykkur, að dönsku leyniþjónustunni mundi þykja matur að komast í hana. (opnar hurðina) Næsti. Þessa leið, gerið þér svo vel! (Þegar HINN SPARIBÚNI vill smeygja sér á undan þeim sem næstur er í röðinni, ýtir hún honum til baka) Ekki þér! (um leið og hann sezt) Að hún skuli láta svona, stúlkan, þegar ég er búinn að segja henni, að það taki enga stund að afgreiða mig. Yfirmönnunum mundi gremjast, ef þeir vissu um þessa meðferð á mér. En ég ætla ekki að kæra stúlkukindina. Henni er vorkunn. Hvernig ætti hún að vita, hver ég raunverulega er! (hamrar með fingrunum á skjalatöskunni) Ég get annars trúað ykkur fyrir að hérna í möppunni eru alfyrstu íslenzku hernaðaráætlanirnar í sögunni. (þögn) Ég hef samið áætlanir um hemaðaraðgerðir sem ég kalla óperasjón „Mörð“, óperasjón ,,Njál“ og óperasjón „Skarphéðin". Þær eru allar hér í möppunni. (þögn) Ég sé þið finnið hvorki haus né sporð á þessu, 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.