Birtingur - 01.01.1957, Síða 84
Leifur Þórarinsson:
Vegamót
1 lok aldarinnar síðustu er tónlistin þar á vegi
stödd, að tóntegundin sem slík er að smá
hverfa. Með sífellt frjálsari notkun hins
smáskrefa tónstiga verður erfiðara að fylgja
tónalli þróun, og hljómarnir verða
margbrotnari og stríðari. 1 þessu sambandi
má benda á verk Wagners og Richard Strauss
og þá sérlega óperuna Trístan og ísól
eftir hinn fyrrnefnda. Þar er smástigninni
(krómatík) gefinn fullkomlega laus
taumurinn, og hugkvæmnin í meðferð hennar
er kannski eitt hið fegursta í tónlist allra
tíma. Áhrifa Wagners á samtímatónskáldin
gætir í æ ríkara mæli, og þar kemur að flest
þeirra beinlínis eftirlíkja verk hans. En
brátt fer þó að bóla á uppreisn gegn þessum
hræðilega persónuleika. I því sambandi
tel ég merkasta Claude Debussy og Modeste
Mussorgsky, svo mjög sem þeir eru ólíkir-
Debussy, sem er meistari allra meistara
hljómrænnar hugkvæmni, færir okkur
heiltónaskalann sem mótvægi við
krómatíkinni. Hins vegar gerir Mpssorgsky
tilraunir með og tekst að skapa nýjan
díatóniskan stíl, byggðan á kirkju-
tóntegundum. Þriðji aðilinn leitast hins
hins vegar við að færa krómatikina í fast
kerfi, og um það á ritgerð þessi að fjalla,
einkum höfuðpaur tólftónistanna, Arnold
Schoenberg.
Líklega hefur enginn haft jafnmikil áhrif
á nútímatónskáldin og þessi austurríski júði.
Hann er fæddur árið 1874 í Vínarborg.
Tónlistargáfur hans þóttu snemma frábærar,
og þótt hann hæfi ekki skipulegt
tónlistarnám hjá kennara fyrr en tiltölulega
seint eða 16-17 ára að aldri (það nám
stóð raunar aldrei nema þrjá mánuði
samtals), mun tónskáldsferill hans hafa
byrjað á tíunda aldursári. Fyrstu tónsmíðar
70