Birtingur - 01.01.1957, Side 92

Birtingur - 01.01.1957, Side 92
Nevsis-lögmálið mætti ef til vill kalla þetta. Geislunin frá hinum fullkomna til ,,efnisins“, framleiðir ekki þegar í stað hann sjálfan, heldur hrindir „efninu“ fram á leið verðandinnar og kemur fram sem kraftur í ýmsum myndum magnast þá „efnið“ og fer að taka breytingum; aðdráttaraflið verður til, hiti og ljós, heimsþokumar koma fram og sólkerfin, eða réttara sagt sólhverfin, fara að skapast. Og seinna, þegar sögu sólhverfanna er nógu langt komið, kemur geislunin frá hinum fullkomna fram sem líf á hinum kólnandi hnöttum. Örlítilli ögn af hinu líflausa efni er fyrir tilkomu kraftarins snúið til lífs, og hefst þar hin merkilegasta saga. Hinn geislandi kraftur er alltaf hinn sami, en efnið sem fyrir geislaninni verður, magnast lengra og lengra, og sífelt margbreytilegri aflmyndir koma þar fram. Því lengra sem magnanin er komin, því fullkomnari afltegund getur hið magnaða tekið við. Mætti nefna þetta anadrome-lögmálið. Þannig magnar hinn fullkomni hið ófullkomna áleiðis til sín. Það er einsog vígslstraumur sem á sér stað, viðleitni á að hefja hið ófullkomna til fullkomnunar, og svo hinsvegar nokkurskonar útsog; hinn skapandi kraftur lagar sig að nokkru leyti eftir því sem hann er að skapa, eins og til að geta náð tökum á því; eru þaðan bæði hin ýmsu náttúruöfl og hinar ýmsu dýra- og jurtategundir; kemur þar til greina þetta sem Lamarck skildi svo merkilegum skilningi. En takmarki, er fullkomin „harmoni“, samstilling allra krafta og allra tilverumynda. Þessa viðleitni til samstillingar má glöggt skilja, jafnvel á svo ófullkomnu tilverustigi, sem verið er á hjer á jörðu. Jurtirnar, sem finna ekki til og hugsa ekki, eru, beinlínis eða óbeinlínis, undirstaða alls dýralífs, lífsins sem skynjar, finnur til og sækir í áttina til þess að hugsa. Viðleitnin til samstillingar kemur á einkar fróðlegan hátt fram í því sambandi sem er milli skorkvikinda og og blómjurta. Þvi skorkvikindin hafa átt drjúgan þátt í að skapa hinar fögru og ilmandi verur, sem vjer nefnum blómjurtir, og skapast aftur sjálf eftir jurtunum; og engin eins og hinar þörfu ‘hungangsflugur og fiðrildin, ilmandi sum og lifegri en nokkurt blóm. Fanst Konrad Psrengel svo mikið um, er hann uppgötvaði þýðingu skorkvikindanna fyrir jurtirnar, að hann talaði um fundinn leyndardóm náttúrunnar, og var það að vonum, jafnvel þó að hinn ágæti grasafræðmgur sæi ekki eins djúpt í það og menn gera nú, hversu merkileg viðleitni til samstillingar og skapandi samstarfs það er, sem þarna kemur fram. En nú er það augljóst, að á jörðu hjer hefir viðleitni til samstillingar ekki verið sigursæl; margt er ófullkomið og mjög á hinn verri veg, spillilíf (parasitismus) og rándýralíf (ferismus). Saga lífs slíks sem á jörðu hjer, er saga vaxandi þjáningar. Samstillingin hefur ekki tekist. Megum vjer skilja, að framvindustefnurnar eru tvær. Annað er stefna vaxandi samstillingar, vaxandi líkingar við hina æðstu veru, lífsstefnan, the life line of evolution. Hitt er helstefnan, Vítisstefnan, the infernal line of evolution, stefna vaxandi ósamræmis og ósamþykkis. Þar sem svo stefnir, lifa sumar verur á því að spilla lífi annara eða eyðileggja þær, og á skelfilegastan hátt sú veran, sem er farin að geta hugsað og langmest finnur til. Frá öpunum til niðja þeirra mannanna, er raunar að sumu 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.