Birtingur - 01.01.1957, Side 92
Nevsis-lögmálið mætti ef til vill kalla þetta.
Geislunin frá hinum fullkomna til ,,efnisins“,
framleiðir ekki þegar í stað hann sjálfan,
heldur hrindir „efninu“ fram á leið
verðandinnar og kemur fram sem kraftur í
ýmsum myndum magnast þá „efnið“ og
fer að taka breytingum; aðdráttaraflið
verður til, hiti og ljós, heimsþokumar
koma fram og sólkerfin, eða réttara sagt
sólhverfin, fara að skapast. Og seinna,
þegar sögu sólhverfanna er nógu langt
komið, kemur geislunin frá hinum
fullkomna fram sem líf á hinum kólnandi
hnöttum. Örlítilli ögn af hinu líflausa efni er
fyrir tilkomu kraftarins snúið til lífs, og
hefst þar hin merkilegasta saga. Hinn
geislandi kraftur er alltaf hinn sami, en
efnið sem fyrir geislaninni verður, magnast
lengra og lengra, og sífelt margbreytilegri
aflmyndir koma þar fram. Því lengra
sem magnanin er komin, því fullkomnari
afltegund getur hið magnaða tekið við.
Mætti nefna þetta anadrome-lögmálið.
Þannig magnar hinn fullkomni hið
ófullkomna áleiðis til sín. Það er einsog
vígslstraumur sem á sér stað, viðleitni á að
hefja hið ófullkomna til fullkomnunar, og
svo hinsvegar nokkurskonar útsog; hinn
skapandi kraftur lagar sig að nokkru leyti
eftir því sem hann er að skapa, eins og
til að geta náð tökum á því; eru þaðan
bæði hin ýmsu náttúruöfl og hinar ýmsu
dýra- og jurtategundir; kemur þar til greina
þetta sem Lamarck skildi svo merkilegum
skilningi. En takmarki, er fullkomin
„harmoni“, samstilling allra krafta og allra
tilverumynda. Þessa viðleitni til
samstillingar má glöggt skilja, jafnvel á
svo ófullkomnu tilverustigi, sem verið er á
hjer á jörðu. Jurtirnar, sem finna ekki
til og hugsa ekki, eru, beinlínis eða
óbeinlínis, undirstaða alls dýralífs, lífsins
sem skynjar, finnur til og sækir í áttina til
þess að hugsa. Viðleitnin til samstillingar
kemur á einkar fróðlegan hátt fram í því
sambandi sem er milli skorkvikinda og
og blómjurta. Þvi skorkvikindin hafa átt
drjúgan þátt í að skapa hinar fögru og
ilmandi verur, sem vjer nefnum blómjurtir,
og skapast aftur sjálf eftir jurtunum; og
engin eins og hinar þörfu ‘hungangsflugur
og fiðrildin, ilmandi sum og lifegri en
nokkurt blóm. Fanst Konrad Psrengel svo
mikið um, er hann uppgötvaði þýðingu
skorkvikindanna fyrir jurtirnar, að hann
talaði um fundinn leyndardóm náttúrunnar,
og var það að vonum, jafnvel þó að hinn
ágæti grasafræðmgur sæi ekki eins djúpt í
það og menn gera nú, hversu merkileg
viðleitni til samstillingar og skapandi
samstarfs það er, sem þarna kemur fram.
En nú er það augljóst, að á jörðu hjer
hefir viðleitni til samstillingar ekki verið
sigursæl; margt er ófullkomið og mjög á
hinn verri veg, spillilíf (parasitismus) og
rándýralíf (ferismus). Saga lífs slíks sem á
jörðu hjer, er saga vaxandi þjáningar.
Samstillingin hefur ekki tekist. Megum vjer
skilja, að framvindustefnurnar eru tvær.
Annað er stefna vaxandi samstillingar,
vaxandi líkingar við hina æðstu veru,
lífsstefnan, the life line of evolution. Hitt er
helstefnan, Vítisstefnan, the infernal line
of evolution, stefna vaxandi ósamræmis og
ósamþykkis. Þar sem svo stefnir, lifa
sumar verur á því að spilla lífi annara eða
eyðileggja þær, og á skelfilegastan hátt sú
veran, sem er farin að geta hugsað og
langmest finnur til. Frá öpunum til niðja
þeirra mannanna, er raunar að sumu
78