Birtingur - 01.01.1957, Page 96

Birtingur - 01.01.1957, Page 96
sjónarmið, og mætti með réttu tala um siðfræðilega heimspeki Nýals. Enda gefur dr. Helgi það ótvírætt í skyn, að tilgangur hans með ritum sínum sé að koma mannkyninu til hjálpar á þeim glötunarvegi, sem hann telur það vera á. Hann slær því föstu, án nægilegra röksemda, að um tvær framvindustefnur sé að ræða: lífsstefnu, diexelixis, og helstefnu eða vítisstefnu, dysexelixis. Hér á jörðu er vítisstefnan yfirsterkari og hefur verið að færast í aukana á síðustu öldum. Rökin fyrir þessum staðhæfingum eru mjög ófullnægjandi, en dr. Helgi er alveg sannfærður um, að svona sé þetta, sem og að hann hafi fundið leiðina til bjargar. Hann veit, að lífið og heimurinn hafa tilgang og hver sá tilgangur er: Þróun allra lífvera til varandi ftdlkomnunar og aukinnar samstillingar. Sköpun einskonar æðri lífheildar — superorganismus — hyperzoon. Hér er djúpit tekið í árinni: Ófullkominn jarðþegn veit, að til er alfullkomin vera, sem hefur ákveðinn tilgang, stefnir að ákveðnu marki. En við látum okkur nægja að spyrja frá þekkingarfræðilegu sjónarmiði: Hvernig veit hann þetta? Hvernig getur ákaflega takmörkuð og ófullkomin vera vitað með vissu, þekkt tilgang alfullkominnar veru? Merkir hugtakið tilgangur nokkuð utan þeirra takmarka, sem við setjum því, þegar við segjum, að við höfum ákveðinn tilgang með ákveðnum verknaði, setjum okkur ákveðið markmið og reynum að ná því? En er það ekki oftar, sem við efumst um, að við höfum nokkurn tilgang? Hvað þá lífið, heimurinn, guð? Margir miklir heimspekingar vestrænnar menningar töluðu í nafni guðs. Dr. Helgi Péturss er í góðum félagsskap. Hörður Ágústsson: Fréttir úr myndlistarlífinu Hjörleifur Sigurðsson listmálari sem ritað hefur myndlistargagnrýni í Birting frá upphafi hefur eindregið skorazt undan að gera það lengur. Okkur þykir það allillt, því jafnágætur samstarfsmaður er vandfundinn. Við þökkum Hjörleifi kærlega gott starf og getum glatt lesendur Birtings með því, að við ihöfum von um að hann skrifi um myndlist í ritið öðru hverju, þó að hann láti af störfum sem fastur gagnrýnandi. Enn er ekki ráðið hvernig myndlistargagnrýni Birtings verður háttað í framtíðinni, hvort reynt verður að geta sem flestra sýninga eins og verið hefur, eða ritaðar verða ýtarlegar yfirlitsgreinar um list helztu myndlistar- manna okkar, ein í hvert hefti og birtar með þeim margar myndir af verkum þeirra. Sú aðferð væri á ýmsan hátt ákjósanlegri og viðráðanlegri í riti sem kemur ekki út nema ársfjórðungslega. Um langt skeið hafa myndlistarmenn átt í fá hús að venda til að sýna verk sín, en nú hefur loksins rofað til í mörgum áttum. Einar Elíasson verzlunarstjóri Regnbogans reið á vaðið og opnaði lítinn sýningarsal í sambandi við verzlunina. Með því gaf hann öðrum verzlunarmönnum gott fordæmi, því þetta er hin ákjósanlegasta leið til að koma fólki í kynni við list og listamenn. Næst tók Morgunblaðið að sýna verk 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.