Birtingur - 01.01.1957, Síða 107

Birtingur - 01.01.1957, Síða 107
dreifa um Browning-þýðinguna, og er því mjög út 1 hött að tala um að hún hafi fallið. Annað mál er svo, að listgildi og jafnvel lífsþróttur leiks getur verið á mjög háu stigi, þó hann falli. Svo var til dæmis um The Playboy of the Western World eftir Synge, sem frumsýningargestir reiddust svo mjög, að Abbey leikhúsið (ef ég man rétt) var allt brotið og bramlað eftir sýninguna, þar eð áhorfendur rifu upp stóla og fleira lauslegt til að kasta í leikarana. Sú staðhæfing, að Browning-þýðingin sé ekki leiksviðsverk (og eigi þessvegna ekki skilið að vera sótt), er varla svaraverð. Þessvegna skal ekki um það deilt, aðeins á það minnt, að þess eru mýmörg dæmi, að léleg leiksviðsverk hafi verið ágætlega sótt, og átt það skilið- Og þó ekkert kæmi annað til, ætti leikur Þorsteins Ö. Stephensen að vega svo þungt á metaskálunum, að hver leikdómari með skilning á hlutverki sínu hvetti fólk óspart til að sjá hann. Þá má ekki skamma leikhúsgesti, segir leikdómarinn. Hversvegna ekki? Má kannski ekki heldur skamma leikdómara eins og hér er gert? Rithöfunda má skamma, leikara má skamma, málara má skamma og hljómlistarmenn og alla listamenn, og á að skamma, segja menn. Stjórnmálamenn má skamma, og framámenn í félagsmálum má skamma, íþróttamenn má skamma, útgefendur má skamma, kaupmenn og bændur og verkamenn og iðnaðarmenn má skamma. Hver er þá þessi leikhúsgestur, sem ekki má skamma ? Ég held satt að segja, að ef rithöfundar, leikarar og aðrir listamenn hafa gott af skömmum, hafi leikhúsgestur það engu síður, og beri því að segja honum til syndanna mn leið og honum er leiðbeint. Og ég held að leikhúsgestir kunni að taka þeim skömmum, og séu engu fýsnari í hrósyrði. Að síðustu: Leikskrá Leikfélags Reykjavíkur var að þessu sinni félaginu til vanvirðu. Auk auglýsinga og aftur auglýsinga og greinarkorns um Saroyan var þar alllöng grein um gildi gamanleika. Þeir eru ágætir til síns brúks, en greinin var fráleit í þessari leikskrá. Eða skyldi höfundur greinarinnar hafa litið svo á, að Browning-þýðingin væri gamanleikur? Skrifað á páskum, 1957. Magnús Torfi Ólafsson: Steinn Steinarr: Ferð án fyrirheits. Ljóð 1934-1954. F. (svo) F. A. 242 bls. Steinn Steinarr varð fyrstur íslenzkra heimalninga til að frétta af því að tveir fordrukknir Fransmenn höfðu tekið sig til og snúið málskrúðið á háls. Þannig atvikaðist það að Steinn varð tímamótamaður í íslenzkri ljóðagerð. Um það er engum blöðum að fletta, að fordæmi Steins hefur orðið áhrifaríkara en nokkurs annars, sem ort hefur á íslenzku síðustu áratugina. Hann hefur ekki freistað mjög til eftiröpunar, en flest yngri skáldin haf a lært af honum. Á síðari árum hafa umræður um ljóðlist snúizt svo mjög um tilraunir með ný ljóðform, að skyggt hefur á aðra og mikilvægari þætti ljóðlistarinnar. Steinn hefur meira að 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.