Birtingur - 01.01.1957, Síða 115

Birtingur - 01.01.1957, Síða 115
kindred from a distant land; for if he has lived sincerely, it must have been in a distant land to me-“ H. D. Thoreau. Að loknum lestri þessarar bókar horfi ég vestur á jökulinn, þar sem hann ber við himin héðan úr Bjarnanesi. Vestast hefst Öræfajökull, glitaður kvöldsól, sem hnigin er bak við þennan hvíta múr — austan við hann Suðursveitarfjöllin, fannbarin hið efra, svarrblá hið neðra. Þeir, sem komið hafa þangað vestur í heim þessarar sögu, vita að frá Breiðabólsstaðarbæjum er ein fegurst útsýn á þessu landi. Þverhníptir veggir Steinafjalls skipta hvolfi himins og þar fyrir framan Lónið, sem geymir í spegli sínum jökul og f jall — og f jaran, þetta dökka band, sem teygir sig milli höfuðátta. Það var á þessa f jöru, sem var svo skemmtilegt að koma „. . . hún var alltaf eins og hún væri nýsköpuð. Þar ríkti djúpur mikilleiki, sem hafði næstum lamandi áhrif á mann og þó seiðandi langt inn í eitthvað upphafið.“ „Og þegar maður horfði heim til túnanna undir sól á sumarkvöldum, þá spurði maður sjálfan sig í algerðri einlægni: „Hvaða tilverustig er þetta?“ Og hinumegin við fjörukambinn var veraldarhafið". Og það var á þessum slóðum, að drengur vakir yfir túni úti í vornóttinni og sér þá glampa af eldgosi leiftra yfir eggjum Öræfajökuls og austurhlíðar hans „tindruðu allar í sól“. Það voru aðrir morgnar en á Hringbrautinni. „Það voru ekki morguntónleikar á plötu.“ I stórhrikaleik þessarar náttúru óx drengurinn úr grasi, þar lagði hann eyra að steinum til að hlusta á rödd þeirra og síðar lærðist honum líka að mæla við þá, þar blandaði hann geði við skepnur, lærði að skilja eðli húsa og hluta, og þar sá hann, „að allt var lifandi og með vissu viti.“ Og hér urðu fyrstu kynni hans af mönnum, hann fóstraðist upp svo til á bæjarhellu Oddnýjar gömlu á Gerði, sem bæði var skyggn „og þar að auki vitrasta kona á lslandi.“ Hún er völva þessarar bókar. Um bæjarhlaðið á Hala fara margir menn, fæstir dvelja lengi, koma og fara, svipmyndir í fáum dráttum en skírum. Þetta eru ólíkir menn, hver ber sín auðkenni: Eyjólfur hómópati, Gamli Steinn, Benedikt afi, Sigurður á Kálfafelli. Og þar ber að garði útburði mannlífsins, ógæfusamar konur, sem ekki höfðu risið undir þeim þunga, sem lífið hafði á þær lagt; Marsa, — sú skreið út í lús, hrækti þykkum, gulum hrákum á gólfið og lét urra í sér. Hún var svo óhugnanleg, að drengurinn „hafði ekki þrek til að sitja beint á móti henni.“ En hvergi bregzt samúð með þessum verum, hvort heldur er mönnum eða málleysingjum, og dýpst er hún kannski með þeim. — Harmsaga geðveikrar konu, sem geymd hafði verið í Hundraðshesthúsinu og dó eftir blóðtöku nafnkunns bíldskera, verður til að vekja djúpar umþenkingar með drengnum um böl lífsins og orsök þess. „Er ekki hægt að hugsa sér, að eitthvað slæmt verði eftir 1 húsum, þar sem illa hefur verið farið með einhvern ? Og getur þetta slæma ekki stundum leitt ógæfu yfir menn og skepnur? Bak við þessar spurningar leyndust djúpar lífsgátur . . .“ Og enn fleiri fara um bæjarhlaðið á Hala og ekki allir af þessum heimi. Skil lífs og dauða mást, allt er gætt „vissu lífi“, öll sundurgreinandi mörk hverfa. Heimurinn var ótrúlega „laus í sér“ á þeim árum. Við heyrum hófaglam af dauðra manna reið nálgast, magnast, fara hjá, deyfast og hverfa 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.