Birtingur - 01.01.1957, Síða 116

Birtingur - 01.01.1957, Síða 116
út í húmið sporlaust, líklega austur af Hamrinum, þar sem allir hurfu, sem austur fóru með f jallinu, „og þá fannst manni þeir vera ekki lengur til.“ Trúarlífi Suðursveitunga hefur Þ. Þ. áður lýst og allýtarlega. 1 þessari bók víkur hann að þeim þætti mannlífsins á nokkrum stöðum og býsna skemmtilega. Eftir því sem ég ræð af þeim lýsingum, hefur verið allblómlegt trúarlíf í Suðursveit í bernsku Þórbergs, en nokkuð blendið. Við hlið kristindómsins vaxa annarlegir kvistir, sóldýrkun og frumstæður animismi, svo ekki sé minnzt á álfa, huldufólk og þá svipi dauðra, sem alls staðar eru á reiki. „Það var óhugur í sumum við að opna glugga eftir dagsetur. Það hélt, að eitthvað óhreint gæti komið inn um hann, eitthvað loftkennt og ósýnilegt." Trú á vatnsvígslur Guðmundar biskups góða er heldur ekki útdauð, því í Gvöndarbrunn „sótti ég einu sinni vatn til að leggja við höfuðverk í Steinþóri bróður mínum“, segir höf. Og „í Suðursveit var sólin helgasta handarverk Guðs. Hún var næstum ein persóna Guðdómsins.“ — Um guðrækilega siði þessa fólks, eins og krossanir, segir hann að sér hafi fundizt þær „vera þakkargerð til Guðs fyrir að vera sloppinn lífs gegnum myrkur næturinnar.“ En hér í finnur hann líka alvöru, „ég held það hafi líka verið svolítill ásetningur í því um Guði þóknanlega breytni þann daginn. Það var talsvert um það í Suðursveit að reyna að lifa eftir Guðs vilja“. En hann sá líka, að fólk reyndi að ,,plata“ hann, það sá hann á andlitinu á því. — Mannkostir þessa fólks virðast fremur vera meðfæddar dyggðir, ólærðar, náttúrlegar og samgrónar lífi þess, eins og allir mannasiðir hans sjálfs voru honum meðfæddir. Ráðvendni þess var slík, að óþarfi þótti á Hala að aflæsa nokkurri útidyrahurð, og „allir á Hala sögðu alltaf satt.“ — Margir bjuggu yfir dulrænum gáfum, sem ekki eru settar í samband við trúarbrögðin, heldur voru hluti af eðlilegu lífi þessa staðar. Grun hafði hann um, að Oddný „væri þannig gerð, að sambönd hennar næðu út fyrir girðingar okkar sýnilega heims.“ En slíkt var ekki talið til ofsjóna í Suðursveit í þá daga, því að „það var ekki siður í Suðursveit að sjá ofsjónir.“ Það má vera, að sumum finnist höf. hefði mátt fella burt ýmsar lýsingar á hátterni manna og dýra, sem særa viðkvæmar tilfinningar þeirra. Þessar lýsingar hef ég ekki fundið. Þar sem sagt er frá æxlun búpenings, snigla eða manna, er það gert á svo einfaldan og náttúrlegan hátt, að það fellur inn í hrynjandi þess lífs, sem kvikar í frásögninni. Þar er ekkert óviðurkvæmilegt, enn síður klúrt, í hæsta lagi náttúrlegt á sama hátt og höf. sjálfur, eða á einhvern hátt bundið döngun mannlífs og jarðargróða. •— Þrá til þessa horfna heims Suðursveitarinnar og söknuður bemskuáranna gægist sums staðar fram í glettnum athugasemdum. Nýrri landbúnaðartækni eins og gaddavírsgirðingum tekur hann með þessum orðum: „Þá dóu vornætumar í Suðursveit“! Þegar glóðarkökurnar hverfa, heldur krabbinn innreið sína. Og enginn „varð blindur, og enginn fékk berkla á Hala,“ þótt reyk legði af tým lýsislampans, því að sá reykur „var víst hollur“, og „lýsi var sagður hollur matur“! En fleiri verur en menn, lifandi og dauðir, koma fram á svið þessarar sögu. öll náttúran er þar gegnum skoðuð, f jöll, hamrar, 98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.