Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 7

Birtingur - 01.06.1959, Blaðsíða 7
óðir, vandlætíngarfull reiði sem verður þó aldrei sterkari sorginni vegna örlaga mannanna. Hann veit að: Enn sefur sannleikurinn í fjarlægð í fyrirlestri sem Quasimodo hélt í desember 1954, segir hann meðal annars: „Skáldið getur ekki verið hlutlaust í þjóðfélaginu: það „breytir heiminum. Hinar sterku myndir sem það skapar eiga greiðari leið að hjarta mannsins en heimspekin og sagan.“ Og ennfremur segir hann: „Stríðið hefur sundrað menníngu og gefið manninum nýtt mat á hlut- unum; ef leiðirnar eru ennþá huldar, þá er samtal skáldsins við manninn nauðsynlegra en vísindin og samníngarnir milli þjóðanna, sem geta brostið." Samtalsformið er mjög einkennandi fyrir Quasimodo. Oftast beinir skáldið orðum sínum að kvenpersónu eins og í kvæðinu Skip með þönd- um seglum, þar sem maður og kona ræðast við. Hann horfir í áttina til mánans og sér skip með segl við hún, hann segir henni að hann sé orðinn þreyttur á öllum þessum háttbundnu vængjatökum, hann vilji hverfa burtu frá þessari ey. Hún segir að það sé orðið of seint, þau skuli vera kyrr. Hún er konan, tákn stöðuglyndisins, hann hinn eirðarlausi maður sem sækist eftir nýjum og nýjum ævintýrum. Eitt ljóð Quasimo- dos ber nafnið Bréf til móður minnar og kvæðið Laude er samtal móður og sonar. Sonurinn spyr móðurina hversvegna hún hæðist að líkum fas- istanna sem búið er að skjóta og heingja upp á fótunum og hún flytur honum hinn eilífa boðskap um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Sonur- inn svarar að með réttu fljóti blóðið og reiðin, en ekki vegna hennar og ekki heldur vegna sín, á morgun mun röðin koma að mér, segir hann. Það er kannski forvitnislegt að athuga helztu tákn Quasimodos. Hvert skáld á sér tákn, viss tákn eru reyndar sameign þjóða, t. d. eru tákn suðrænna þjóða allt önnur en germanskra. Algeingasti liturinn hjá Quasimodo er rauði liturinn, litur blóðsins. Fjólublátt táknar oftast dauð- ann í ljóðum hans. Þegar hann yrkir um únga stúlku sem framdi sjálfs- morð segir hann að sárið hafi verið fjólublátt, önnur dauðatákn í ljóðum hans eru t. d. hraunið og mosinn: En ég sé þig: það eru fjólur í lokuðum höndum þínum og mosi í augum þínum. Þessvegna ertu dáin. Þegar hann talar um boðbera næturinnar, sem stefnir til sundurskotinna húsa að lýsa grafir hinna óþekktu, þá á hann við túnglið. Það sýnir vel hvað hugsunarháttur skálda er ólíkur eftir því hverrar þjóðar þeir eru Birtingur 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.