Birtingur - 01.06.1959, Side 9

Birtingur - 01.06.1959, Side 9
Salvatore Quasimodo: Ferjustaðurinn Hvaðan hrópar þú? Bergmálið hljómar dauflega í myrkrinu. Uppi við fjallakofana gerist það enn að gráðugu hundarnir stökkva í eggjandi sporin sem liggja niður að fljótinu: glitrandi af blóði lilær mörðurinn á ströndinni hinumegin hæðnishlátri. Þennan ferjustað þekki ég vel: svartir steinar teygja sig upp úr vatninu óteljandi skip sigla framhjá í nóttinni með sína brennisteinskyndla. Nú ert þú óendanlega fjarri og rödd þín hefur annarlegan bergmáls tón aðeins ómurinn berst híngað til mín. En ég sé þig: það eru fjólur í lokuðum höndum þínum og mosi í augum þínum. Þessvegna ertu dáin. Jóhann Hjálmarsson íslenzkaði

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.