Birtingur - 01.06.1959, Page 24

Birtingur - 01.06.1959, Page 24
Hjörleifur Sigurðsson: BROT ÚR MINNISBÖK 1957 Á Parísarárunum skrifaði ég nokkrar línur um hverja mynd, sem ég málaði. Aðferðin var ósköp einföld. Þegar verki var lokið festi ég á pappírsörk athugasemdir um það ásamt sýnishorni af litunum, er ég hafði notað til að koma myndinni saman. Mig minnir, að blöðin í þessari minnisbók hafi verið orðin tuttugu og sjö talsins en eftir tveggja eða þriggja ára geymslu lentu þau öll í bréfakörfunni. Ef til vill gæti ég grætt eitthvað á því nú að beita svipaðri aðferð til að íhuga og meta ástandið. svo að ég komist úr klípunni, hugsi skýrar, máli ferskari og raunverulegri myndir, því að það er eftirsóknar- verðast. Dagurinn í gær fór raunar til einskis en þessar vikur, sem voru að ííða færðu mér óyggjandi sönnun um það, að málarinn verður alltaf öðru hverju að byrja á nýjan leik. Eða með öðrum orðum: þurrka gersamlega út andlitið, sem hann hefur verið að draga upp og gera fyllra og dýpra jafnvel árum saman, ef hann þá á annað borð vill taka nokkrum framförum. Horfi hann í þessa átt — og það hlýtur hann að gera, ef hann á í fórum sínum einhverjar myndir, sem hon- um þykir verulega vænt um — hverfur gamla andlitið aldrei úr huga hans, því að í mótun þess liggur reynsla hans fólgin. Að breyting- unni lokinni stendur hann uppi slippur og snauður að því er virðist en samt miklu stæltari og hæfari til að glíma við ný verkefni. Hugleiðingarnar í gær má ekki misskilja. Ég var ekki að hvetja til þess, að málarinn breytti andliti sínu á sama hátt og leikari íklæðist nýju gervi með hverju sjónleikshlutverki. Umskiftin verða að gerast á sama hátt og þegar trúlaus maður frelsast óvænt án þess að hægt sé að skýra það með viljaákvörðun. Hin nýja mynd verður að spretta upp úr pensildráttunum við vinnuna sjálfa og vaxa með henni. Málaii, sem hefur t. d. haldið mjög fast í einfalda byggingu og púrítönsk form uppgötvar, að hann er farinn að hafa tilhneigingu til að draga upp flóknari grind en áður. Þessari tilhneigingu fylgir hann fast eftir, ef honum finnst hún hrinda af stað lífrænni heildarmynd forma miðað við óhjákvæmilega fjarlægð og íhugun. Ég legg áherzlu á í þessu sambandi, að gerður sé greinarmunur á duttlungum eða stundarhrifn- 20 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.