Birtingur - 01.06.1959, Síða 24

Birtingur - 01.06.1959, Síða 24
Hjörleifur Sigurðsson: BROT ÚR MINNISBÖK 1957 Á Parísarárunum skrifaði ég nokkrar línur um hverja mynd, sem ég málaði. Aðferðin var ósköp einföld. Þegar verki var lokið festi ég á pappírsörk athugasemdir um það ásamt sýnishorni af litunum, er ég hafði notað til að koma myndinni saman. Mig minnir, að blöðin í þessari minnisbók hafi verið orðin tuttugu og sjö talsins en eftir tveggja eða þriggja ára geymslu lentu þau öll í bréfakörfunni. Ef til vill gæti ég grætt eitthvað á því nú að beita svipaðri aðferð til að íhuga og meta ástandið. svo að ég komist úr klípunni, hugsi skýrar, máli ferskari og raunverulegri myndir, því að það er eftirsóknar- verðast. Dagurinn í gær fór raunar til einskis en þessar vikur, sem voru að ííða færðu mér óyggjandi sönnun um það, að málarinn verður alltaf öðru hverju að byrja á nýjan leik. Eða með öðrum orðum: þurrka gersamlega út andlitið, sem hann hefur verið að draga upp og gera fyllra og dýpra jafnvel árum saman, ef hann þá á annað borð vill taka nokkrum framförum. Horfi hann í þessa átt — og það hlýtur hann að gera, ef hann á í fórum sínum einhverjar myndir, sem hon- um þykir verulega vænt um — hverfur gamla andlitið aldrei úr huga hans, því að í mótun þess liggur reynsla hans fólgin. Að breyting- unni lokinni stendur hann uppi slippur og snauður að því er virðist en samt miklu stæltari og hæfari til að glíma við ný verkefni. Hugleiðingarnar í gær má ekki misskilja. Ég var ekki að hvetja til þess, að málarinn breytti andliti sínu á sama hátt og leikari íklæðist nýju gervi með hverju sjónleikshlutverki. Umskiftin verða að gerast á sama hátt og þegar trúlaus maður frelsast óvænt án þess að hægt sé að skýra það með viljaákvörðun. Hin nýja mynd verður að spretta upp úr pensildráttunum við vinnuna sjálfa og vaxa með henni. Málaii, sem hefur t. d. haldið mjög fast í einfalda byggingu og púrítönsk form uppgötvar, að hann er farinn að hafa tilhneigingu til að draga upp flóknari grind en áður. Þessari tilhneigingu fylgir hann fast eftir, ef honum finnst hún hrinda af stað lífrænni heildarmynd forma miðað við óhjákvæmilega fjarlægð og íhugun. Ég legg áherzlu á í þessu sambandi, að gerður sé greinarmunur á duttlungum eða stundarhrifn- 20 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.