Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 27

Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 27
því yfir á aðra örk. Svo koma dagar, aðrir dagar, vikur, mánuðir — og ný blöð í leit. .... hugsaðu þér, að hann sé að mála að vorlagi harla ánægður með verk sitt vegna birtunnar, sem umlykur hann alla daga og eykur sköpunarþrótt hans. Þetta er eitt af hinum yndislega rólegu tímabilum áður en ferðamennirnir taka að geysast um allar jarðir og engin sýning í nánd til að koma róti á hugina. Vinnan skríður að vísu áfram en allt bendir til þess, að hún beri fullþroska ávexti fyrr en varir. Starfið við að „lykta af litunum“ og „þreifa á pensilhárunum" er svo ánægju- ríkt, að hvergi örlar á þunglyndisköstum skammdegisstarfsins. Og þegar hráefnið strýkst við flötinn eru viðtökur hans jafn hlýjar og hönd góðs vinar. En svo gerist hið óvænta, sem kollvarpar öllum áætl- unum og spillir starfsfriðnum um stund. Málarinn hefur verið að rýna í litla vatnslitamynd, flytja hana til á veggjunum og horfa á hana úr ýmsum áttum. Þá sér hann af hendingu, að grunnurinn getur sjálfur staðið sem litur í myndinni. Það þarf ekki annað en að strjúka yfir hvítu pappírsfletina með litblöndnu vatni, þá lifna þeir við og rísa upp við hliðina á grænum boga, rauðum ferningi eða bláum spegil- fleti. Hvað merkir nú þessi smávægilega athugun fyrir málarann? Fyrst og fremst það, að hann er umsvifalaust dreginn út úr lognmollu rútínu- vinnunnar og getur farið að nýta starfsorkuna að fullu. Taugin, sem hann hefur gripið í, er svo gild og margræð, að hún endist honum sem stef frá einni mynd til annarrar vikum eða jafnvel mánuðum sarnan. Þar að auki lýkst veröldin upp fyrir honum enn einu sinni: hin frjóa, síkvika veröld hugmyndanna. Og hún er takmarkalaus meðan þetta sálarástand ræður ríkjum. Listamenn hætta öllu, er þeir leggja út á starfsbraut sína: Afkomu, þægindum, vináttu annarra manna og svo því, sem flestum þykir mikil- vægastur förunautur, áliti út á við og sjálfsvirðingu. íslenzka ríkið, þjóðfélagið okkar og raunar mörg ríki veraldarinnar, hætta sára litlum fjármunum í samskiftum við listamenn. Á meðan kjör annarra stétta batna mjög, eru klipnar milljónir af launum listamanna. Ég hef stundum farið að hugleiða þessi mál, þegar ég hef lokið við að hlusta á opinberar tilkynningar um veitingar verðlauna fyrir list- ræn afrek. Einn listamaður fær t. d. fimm þúsund krónur í sinn hlut, annar rúmlega átta þúsund og nýlega var rithöfundur svo „heppinn“ að taka við tuttugu og fimm þúsund króna viðurkenningu hjá bókmennta- félagi. Sumum finnast þessar upphæðir víst háar en í rauninni duga þær ekki til annars en að greiða sjúkra- og jarðai’fararkostnað hins fyrsta, mat, klæði og húsaskjól fjölskyldu annars í hálfan annan mánuð og þegar best lætur tíunda hluta úr bandarískum bíl með verðlagi okkar Birtingur 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.