Birtingur - 01.06.1959, Page 37

Birtingur - 01.06.1959, Page 37
við ótrúlegt smælki sumir og til eru þeir í þeim hópi sem ekki dreymir heitar um annað en þröngva hinni bjálfalegu löggiltu kommu- setningu upp á þá sem fyrirlíta hana. Það er furðulegt hvað menn geta haldið áfram að vera smáir þótt stórir hlutir gerist fyrir nef- inu á þeim, við skulum ekki nefna augun. Það er kannski bara eðlilegt að þeir sem eru litlir smækki við ósköpin. En Hallberg, — verk hans um Laxness verður grundvallarrit og ómetanleg náma fyrir alla þá sem síðar vilja fjalla bók- menntasögulega um þennan höfund og verk hans, hið mikilvægasta heimildarrit fræði- mönnum, auk þess hve mikil skemmtilesning það er íslenzkum almenningi. Því hefur lítt verið flíkað hér og helzt til fáum kunnugt hve drengilega Hallberg hélt fram málstað Islendinga í landhelgisdeilunni og hlaut aðkast ýmissa landa sinna sem vissu minna um það mál en hann og voru haldnir þeim leiða misskilningi að Englend- ingar væru málsvarar smælingja og gentle- men. Hallberg sýndi fram á það hve frétta- flutningur í Svíþjóð væri einhæfur, villandi og mengaður áróðri sem væri étinn upp eftir Bretum í þeim tveim málum sem hann nefndi: Kýpurdeilunni og landhelgisstríðinu við íslendinga. Hann deildi snarplega á þá aðila sem þarna væru sekir og benti á hve réttmætt væri að krefjast þess af Svíum sem hlutlausri og frjálsri þjóð að þeir hlustuðu eftir málflutningi beggja aðila og reyndu að hafa það sem sannara væri að heiðarlegu mati og hreinskilnu. Og þegar stórblaðið Göteborgs Handels- og Sjöfartstidning kikn- aði undir nafni og neitaði að birta grein eftir Hallberg til stuðnings og skýringar á íslenzkum málstað í landhelgisdeilunni en hélt sig við viðhorf kramaranna sem vant- aði að verzla við Breta, þá sagði Hallberg upp starfi sínu við það blað og sneri sér annað með efni sitt, og fórnaði persónuleg- um hagsmunum sínum. Dunreiðin í útvarpi grannans I siðuðum löndum verður maður sjaldan að hrökklast út úr íbúðum vegna útvarpsglymj- anda frá grönnum enda byggist siðmenning- in að nokkru leyti á því að vernda heimilin svo að fólk geti átt þar griðland. Hérlendis er allt annar uppi. Hér getur fólk leyft sér að prófa viðþolsgáfu sína með því að standa í eldhúsum sínum berjandi saman pottum með- an það lætur aðstoðarfólk keyra volduga út- varpsgrammófóna upp úr öllu valdi. Hugsum okkur þá voðalegu ógæfu að einhver maður þrái frið handan við þil í sambýlishúsi þar sem slíkar hernaðai-aðgerðir fara fram. Hvert sem maðurinn reynir að færa sig um sitt eigið heimili hrynur þessi djöfuigangur yfir hann, kannski verður hann að hrökklast út á götu og dugir kannski ekki til því þar standa kannski bifreiðar grannanna með út- vai'psstengur eins og eiturbi-odda á lofti og í’yðja hávaðanum fx’á sér út í náttúi’una. Það er sök sér þegar þarf að keppa við gnýmild- ar og ferlegar vinnuvélar til að hlusta á þáttinn Tónlist Við Vinnuna, þá er von að þui’fi að keyra upp úr öllu valdi til að ein- hver slitur úr laginu Only Yours geti stöku sinnum náð höfn í hlustum aðdáenda til að minna þá á það að útvarpið sé ennþá í gangi. En þegar þessi voldugu tæki eru látin rjúfa kyn-ð kvöldanna, tæta sundur helgi heimil- anna, sundi’a vinnustemmningu þeiri’a ana- krónísku einstaklinga sem þui’fa næði til að geta unnið og voga þá ósvífni að reyna að vinna heima hjá sér, þá má flokka slíkt undir hermdarvei’k sem vitnar aðeins um innræti og menningarstig þeirra sem stjórna tækj- unum. Birtingur 33

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.