Birtingur - 01.06.1959, Síða 38

Birtingur - 01.06.1959, Síða 38
Um gagnrýni Maður sér stundum á prenti þakkarávörp frá fólki sem á til að taka fram að það sé bara venjulegur lesandi (en það lítillæti!) og beinir hamingju sinni að einhverjum höf- undi sem það þurrkar út að eilífu með því að kalla fram hina mestu snillinga veraldar- innar og jafna saman við offur síns kærleika. Það er ósköp raunalegt að horfa upp þessi gjöreyðandi kærleiksatlot á opinberum vett- vangi ef einhverjir smávegis hæfileikar eru kannski í þessum unga höfundi að reyna að taka á sig mynd. Dagblöðin í Reykjavík flytja athugasemda- laust langar og ýtarlegar lofgjörðir um við- vaningaleikflokka út um land þar sem príma- donnurnar koma úr tómatarækt til að axla byrðar menningarinnar og gagnrýnendur hylla fólkið eins og þar hefði komið Old Vic að sýna Shakespeare eða Pekingóperan, sömu orðin eru notuð, allt er snilldarlegt að vanda, enginn greinarmunur gerður. Ef það fer ekki því meira fyrir mönnum eru þeir á örskotsstund komnir í toppklassa. Sízt er ég á móti því að áhugi sé metinn og örvaður en svona hófleysi er bara idíótí, pardon. Það er alveg sama uppi hjá ýmsum bók- menntagagnrýnendum hér, þeir fella allt í sama pottinn og mauksjóða. Stundum mega þeir varla vatni halda af fögnuði yfir því að einhver tiltekin bók sé svo blessunarlega laus við allt sem vitnar um persónuleika höfund- ar. Heimspeki höfundar, skoðanir hans, sjón- armið, augu, eyru, nef, — megum við vera frí. Bækur eiga að vera skrifaðar í algjör- lega geðlausum félagsanda. Hin þéttprent- uðu blöð eiga að vera auð svo að það sé hægt að sjá í gegnum þá veröld sem vantar í bókina og sjá hilla undir aðra veröld á bak við. Hvaða veröld? Jú, gagnrýnendurnir gefa út vottorð um að bókin sé alveg prýði- leg vegna þess að hvergi bóli á því að neinn hafi skrifað hana, fólkið sem kaupir hana flettir hinum auðu blöðum og af því bækur eru nú dýrar og vottorðin frá gagn- rýnendum óvéfengjanleg prentuð í stórum blöðum í miklu upplagi, þá fer varla hjá því að eitthvað seytli fram úr þeirri analfabet- ísku og innibyrgðu skáldskaparveröld sem býr í næstum öllum mönnum, nema kannski helzt svona höfundum. Allir hugsanlegir ein- rúmshöfundar þjóðarinnar með hinar óskráðu kommóðuskúffubókmenntir innimúraðar í hjartanu fá þarna vegna áhrifavalds gagn- rýnendanna tækifæri til þess að veita fram skáldskapnum sínum þegar flett er hinum höfundarlausu upphafningarbókmenntum. Það er skemmtilegt að fagna nýjum einleik- ara í tónlistinni. Einar Sveinbjörnsson fiðlu- leikari spilaði látlaust og fallega af einlægni og vandvirkni sem lofar góðu. Sinfóníuhljóm- sveitin hefur haft hinn mesta prýðismann Swoboda og fleiri erlenda stjórnendur en ég held að hljóti að vera nauðsynlegt að fá fastan stjórnanda sem fylgist með sveitinni um lengri tíma, þessi eilífu umskifti valda rykkjóttum gangi og þá vill hún detta niður, glatast það sem bezt hefur náðst og ærin fyrirhöfn að vinna upp aftur. Vitanlega þarf að tryggja að fjárhagsgrundvöllur sveitar- innar sé traustur, það er óhæfa að láta hana stöðugt vera háða duttlungum misviturra aðila, láta baráttumenn hennar standa hvað eftir annað í fangbrögðum við hin óhugnan- legustu nátttröll sem eru atkvæðamikil í menningarlífi okkar. Annars hefur ríkt hér hin mesta kúltúrorgía á þessu hausti. Þjóðleikhúsið hefur gefið okkur kost á að sjá á sama haustinu einn fullkomnasta nútímaballett sem til er og ein- Músíkin. 34 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.