Birtingur - 01.06.1959, Page 43

Birtingur - 01.06.1959, Page 43
Bjarni Benediktsson: MARKAÐUR HÉGÓMLEIKANS Þrjátíu ár eru liðin síðan Halldór Kiljan Laxness gaf út fyrsta ritgerða- safn sitt: Alþýðubókina, og gerðist þá þegar einhver mesti afbragðs- höfundur á íslenzka tungu. Síðan hefur hann birt fjölmörg ritgerða- og ræðusöfn, löngum með fárra ára millibili. Þau hafa að sönnu horfið mjög í skuggann af skáldverkum hans, en eigi að síður eru þau góðar bók- menntir; þótt Kiljan hefði ekki ritað aðrar bækur, yrði honum sarnt skipað á bekk með merkilegustu höfundum tungunnar. Unnendum hans hefur jafnan þótt nýtt ritgerðasafn frá hendi hans góður fengur — hvort sem efni þess hefur verið refsidómur yfir öfuguggahætti þjóðfé- lagsins, hugleiðingar um hst og menntir, brýning til alþýðu að standa saman á pólitískum vettvangi, eða þættir um lönd og lýði. Ritgerðir hans, greinar og ræður hafa vissulega verið misjafnar að gæðum; en þær hafa einatt flutt þarfan boðskap, veitt drjúga skemmtan, búið yfir ærnu list- fengi. Þær hafa lengi farið illa í hrosshárstaugar íhaldsins í landinu; og hefur það einmitt verið nokkur mælikvarði á gildi þeirra. Hin nýja Gjörningabók, sem hlýtur þrátt fyrir allt að teljast ritgerða- eða greinasafn, stendur öðrurn bókum Kiljans af sama toga langt að baki. Hún flytur raunar nokkra þætti, sem gott er að lesa: Hugblæ í Fjallkirkjunni, Ræðu haldna á nóbelshátíð, og jafnvel Æfintýri um fyrir- heitna landið, með hinn kostulega blending alvöru og dárskapar. En ella er óvíða feitan gölt að flá í þessu safni. Ferðaþættir frá ýmsum löndum láta mikið að sér kveða, en þeir eru ekki margfróðir. Hitt er þó kannski sorglegra, hve víða höfundur hefur kastað höndum til stílsins, orða- lagsins — setningarnar hlykkjast fram úr pennanum, undnar og marg- flæktar, eins og fjárgata í hrauni: ,,Sá nafnkunnur norðurlandahöfundur er varla til, sem þeir hafi ekki þýtt, auk margra lítt kunnra eða ekki, sumra jafnvel ekki sérlega merkilegra að því er okkur þykir“ — er þetta klúður úr Morgunblaðinu ? Þó er það áreiðanlega allra sorglegast hvernig ýmiskonar sérvizka og hégómaskapur veður uppi í safninu, að bölvaðri hótfyndninni ógleymdri. Henni heyrir til dæmis upphafið á póllands- greininni, þar sem höfundurinn rexar um það að við skulum ekki enn kalla landið Pólínaland eins og feður okkar, heldur þv; fávíslega nafni Pólland. Sérvizkan ber sjálfri sér vitni meðal annars 1 ýmsum orðalepp- um, sem höfundur veifar af því hann hefur svoddan ímugust á hvers- dagslegum orðum: „framúrmenn“, „frammúrstíll“, ,,meginlandshilla“ Birtingur 39

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.