Birtingur - 01.06.1959, Síða 43

Birtingur - 01.06.1959, Síða 43
Bjarni Benediktsson: MARKAÐUR HÉGÓMLEIKANS Þrjátíu ár eru liðin síðan Halldór Kiljan Laxness gaf út fyrsta ritgerða- safn sitt: Alþýðubókina, og gerðist þá þegar einhver mesti afbragðs- höfundur á íslenzka tungu. Síðan hefur hann birt fjölmörg ritgerða- og ræðusöfn, löngum með fárra ára millibili. Þau hafa að sönnu horfið mjög í skuggann af skáldverkum hans, en eigi að síður eru þau góðar bók- menntir; þótt Kiljan hefði ekki ritað aðrar bækur, yrði honum sarnt skipað á bekk með merkilegustu höfundum tungunnar. Unnendum hans hefur jafnan þótt nýtt ritgerðasafn frá hendi hans góður fengur — hvort sem efni þess hefur verið refsidómur yfir öfuguggahætti þjóðfé- lagsins, hugleiðingar um hst og menntir, brýning til alþýðu að standa saman á pólitískum vettvangi, eða þættir um lönd og lýði. Ritgerðir hans, greinar og ræður hafa vissulega verið misjafnar að gæðum; en þær hafa einatt flutt þarfan boðskap, veitt drjúga skemmtan, búið yfir ærnu list- fengi. Þær hafa lengi farið illa í hrosshárstaugar íhaldsins í landinu; og hefur það einmitt verið nokkur mælikvarði á gildi þeirra. Hin nýja Gjörningabók, sem hlýtur þrátt fyrir allt að teljast ritgerða- eða greinasafn, stendur öðrurn bókum Kiljans af sama toga langt að baki. Hún flytur raunar nokkra þætti, sem gott er að lesa: Hugblæ í Fjallkirkjunni, Ræðu haldna á nóbelshátíð, og jafnvel Æfintýri um fyrir- heitna landið, með hinn kostulega blending alvöru og dárskapar. En ella er óvíða feitan gölt að flá í þessu safni. Ferðaþættir frá ýmsum löndum láta mikið að sér kveða, en þeir eru ekki margfróðir. Hitt er þó kannski sorglegra, hve víða höfundur hefur kastað höndum til stílsins, orða- lagsins — setningarnar hlykkjast fram úr pennanum, undnar og marg- flæktar, eins og fjárgata í hrauni: ,,Sá nafnkunnur norðurlandahöfundur er varla til, sem þeir hafi ekki þýtt, auk margra lítt kunnra eða ekki, sumra jafnvel ekki sérlega merkilegra að því er okkur þykir“ — er þetta klúður úr Morgunblaðinu ? Þó er það áreiðanlega allra sorglegast hvernig ýmiskonar sérvizka og hégómaskapur veður uppi í safninu, að bölvaðri hótfyndninni ógleymdri. Henni heyrir til dæmis upphafið á póllands- greininni, þar sem höfundurinn rexar um það að við skulum ekki enn kalla landið Pólínaland eins og feður okkar, heldur þv; fávíslega nafni Pólland. Sérvizkan ber sjálfri sér vitni meðal annars 1 ýmsum orðalepp- um, sem höfundur veifar af því hann hefur svoddan ímugust á hvers- dagslegum orðum: „framúrmenn“, „frammúrstíll“, ,,meginlandshilla“ Birtingur 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.