Birtingur - 01.06.1959, Síða 44

Birtingur - 01.06.1959, Síða 44
(fyrir landgrunn!), „þjóðræðislýðveldi“. En hégómaskapurinn er leiðastur og frekastur. Af hans ætt er sjálf birting ýmsra þeirra plagga sem bókin flytur, til dæmis skeytin til Búlganíns og Krúséffs og bréfið til Uptons Sinclairs — sem er bersýnilega stílað með hliðsjón af prentsvertunni; annars væri bréfritari ekki að breiða sig svona út um hluti, sem viðtak- andi veit jafn vel og hann sjálfur. En þar fyrir utan stingur hégóm- legt yfirlæti upp kolli víðsvegar um bókina. Við skulum bara taka eina þeirra, númer 145. Þar kemur höfundur fyrst þeirri upplýs- ingu á framfæri, að hann hafi ,,alltaf“ talað frönsku í Póllandi (er hann Kiljan okkar líka svona gífurlegur tungumálagarpur?) og slettir af þvi tilefni óþýddri frönsku í íslenzkum texta. Neðar á síðunni segir hann; „Kaþólskur rithöfundur sem ég hitti í móttöku (gestaboði!) hjá P.E.N.- klúbbnum, sagði: þetta er okkar innborna élan vital (hvaðan er aftur þetta élan vital, ég hef ekki heyrt það nefnt lengi, er það Bergson?) ...“ Kiljan þykist sem sé ekki vita nákvæmlega hvaðan „þetta élan vital“ sé. En einmitt þessi vafi sýnir, hvað hann er vel lesinn í heimspeki. Ef hann v^æri öruggur um uppruna élan vital, þá þyrfti það ekki að sýna neitt nema það að hann hefði lesið Bergson einan allra heimspekinga. En til- gátan um Bergson sýnir svo ekki verður um villzt, að Kiljan hefur lesið alla heimspekinga veraldarinnar — nema tvo: Bergson og einhvern annan. Élan vital er ekki hjá þeim; og þá stingur hann upp á öðrum þeirra tveggja, sem hann hefur ekki lesið. Og hittir meira að segja á þann rétta! Svona getur verið sterkt að látast fávísari en maður er. Eitt er það enn, sem stórspillir blænum á mörgum þessum ritsmíðum og gefur þeim heldur óvizkulegt yfirbragð: sú árátta höfundar að gera lítið úr ýmsum efnum. Ég veit ekki hvort þessi tilhneiging á fremur rót að rekja til vaxandi tómlætis höfundar um aðra menn en Halldór Kiljan og málefni þeirra, ellegar aukinnar yfirburðatilfinningar hans. Hitt veit ég, að hún er af hinu illa. Skýrt dæmi um þessa tilhneigingu getur að lesa á bls. 146, þar sem segir að Þjóðverjar hafi jafnað Varsjá við jörðu „af prakkaraskap fyrir skemstu“. Tveimur blaðsíðum seinna heitir ríkisstjórn Hitlers „strákalýður“. Kiljan hefur iðulega kvartað yfir óvituðum infant- ílisma fullorðinna manna. En ritmennska af þessu tagi er vísvitaður infantílismi í dálítið nýjum stíl. Ég nenni ekki að kvarta meira yfir Gjörningabók. Hún er kannski ekki lélegasta bók Kiljans, en útgáfa hennar er ákaflega þarflítil. Hún spillir aðeins fyrir höfundi sínum; það er alltaf torvelt að koma sér upp nafni, en auðgert að skemma það. 40 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.