Birtingur - 01.06.1959, Side 46

Birtingur - 01.06.1959, Side 46
Marek Hlasko: ÁTTUNDI DAGUR VIKUNNAR Sögulok Þorgeir Þorgeirsson íslenzkaði VI Þegar hún kom upp hengdi hún frá sér kápuna og fór inn í stofuna titrandi og miður sín af æsingi. Faðir hennar stóð á höndum á gólfinu. Skyrtan hans hafði runnið undan beltinu. Andlitið var rautt og þrútið af areynslunni, augun blóðhlaupin; svitinn rann niður beran skallann. Þetta var fremur óskemmtileg sjón og Agnieska leit undan. Þessi árátta föður hennar var henni sérlega á móti skapi þótt hún vorkenndi hon- um jafnframt. Þegar hann varð var við hana fór hann lipurlega heljarstökk og staðnæmdist við hlið henni. Hann ljómaði af ánægju. — Dálítið á maður eftir af kröftunum, ha? spurði hann. — Þónokkuð. — Þið unga fólkið, sagði hann — gerið ykkur enga grein fyrir hvað líkamshreysti er dýrlegur hlutur. Mig tekur sárt til þessara væskla 42 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.