Birtingur - 01.06.1959, Side 51

Birtingur - 01.06.1959, Side 51
garðsins liafði Zawadski byggt sér verkstæði úr gömlu braki fyrir mótorhjólið. Hún kom að honum bograndi yfir vélinni. — Gott kvöld, sagði hún. — Nú vantar þig ekki annað en tvo hesta til þess að aka af stað. — Ættir þú ekki að koma þér í háttinn? stakk hann uppá án þess að líta upp. — Ungar stúlkur eiga ekki að slæpast úti á kvöldin. Þá fer þær að langa til að gera allra handa vitleysu. — Þvíþá? Mig langar bara til að þvaðra við þig. Hvað er að frétta af kærustunni? Hún settist á hækjur sér við hlið hans. Hann nísti tönnum. — Ef hún heldur að hún geti haft mig að fífli, sagði hann — þá skal hún fá að skipta um skoðun. — Það eru ekki þínir líkar sem stúlkurnar draga á tálar, sagði Agnieska. Hann reis skyndilega upp og hélt vinnuljósinu sem var í langri snúru upp að andlitinu svo ljósið féll á það. — Agnieska, sagði hann áherslulaust — skoðaðu mig vandlega og segðu hvort ég lít út fyrir að láta hafa mig að fífli? Hann var óhugnanlegur þar sem hann stóð lýstur neðanfrá, hár og herðibreiður, með skarpa andlitsdrætti. „Ég hef séð þig áður, hugsaði Agmeska. — Nei, ekki þig, einhvern annan sem var eins og þú núna. Alveg eins. Hann lyfti meir að segja svona vinstri hendinni eins og þú gerir. Hvar getur það hafa verið? Og hver?“ — Nei, sagði hún — það gerirðu ekki. — Ef það er satt sem menn eru að segja, sagði hann — þá skal ég jafna á henni fésið eins og hermennirnir gerðu við stúlkuna sem smit- aði þá. — Og af hverju hefur hún smitað þig? — Ég held það yrði erfitt fyrir mig að treysta nokkurri manneskju eftir það, sagði hann. — Ég hef séð bæði eitt og annað á lífsleiðinni en ég kæri mig ekki um að sú fyrsta besta slái mig útaf laginu.... Hann leit upp á hana, andlitið var svart af smurningu. — Ég vil treysta fólki, sagði hann. — Þegar allt kemur til alls skiptir það mestu. Kemurðu því inn í þinn ferkantaða haus? — Hefur aldrei nein svikið þig? Hann brosti vandræðalega. — Nei, og það verður aldrei. Andskotinn eigi það; ég hef bæði verið i fangabúðum og víglínunni; stundum fannst mér engu líkara en ég væri dottinn alla leið niður til helvítis, maður lærir sitt af hverju á því, eða hvað? — Áreiðanlega, sagði hún. Enn leit hún framan í hann. „Hvar hef ég eiginlega séð þetta andlit áður? hugsaði hún — hvar var það nú aftur? * Birtingur 47

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.