Birtingur - 01.06.1959, Page 56

Birtingur - 01.06.1959, Page 56
vonsvikna fólk sem ég á ekki annað sameiginlegt með en heimilisfangið á manntalsskýrslunni: hvers vegna ætti manni að þykja vænt um það? Hún leit á hann. Hann hafði elst; leit út fyrir að vera miklu eldri en Jiann var. Munnvikin sóttu lengra niður með hverjum degi sem leið, hrukkurnar við augun voru orðnar hvítar. Hann hefði líka verið lag- legur ef andlitið hefði ekki sífellt verið þrútið og augun blóðhlaupin og sljó: sömu, grænu augun og hennar. „Kjáninn þinn, hugsaði hún — ef þú bara vissir hvað mér þykir í raun og veru vænt um þig. Kanske vænna en um nokkurn annan. Hefði ég minnstu tryggmgu fyrir því að þú værir bara að hlaupa af þér hornin þá sæti ég ekki hér hjá þér núna. Ég veit að þú ert að segja þína hjartans meiningu. Ég, systir þín, sit hér og má hlusta á fylliríisröflið í þér og get ekkert orðið að liði, já, ég get ekki einu sinni dregið þig heim. Ég vildi að þú skildir það nú að ég get svo sannarlega ekkert fyrir þig gert“. Skyndilega varð ókyrrð við skenkiborðið. Tveir þjónar höfðu gripið mann og voru að henda honum út. Þegar þeir komu fram í dyrnar spyrnti annar þjónninn við honum með hnénu. Agnieska hallaði sér að Grzegorz. — Er ég þér líka einskis virði? — Þetta er smjaður, lýðskrum, sagði hann — aðferð sem okkar öld er búin að fletta rækilega ofan af. Stalín mistókst með hana, hvaða ástæðu hefur þú til að halda að hún gagni þér? — Ég held hvorki eitt né neitt. Ég er bara þreytt. — Allir eru þreyttir. Það er tvennt sem tengir fólk saman hér í Pól- landi: vodka og þreyta. — Grzegorz, þú veist með sjálfum þér að þetta verður betra. — Áreiðanlega! En segðu mér þá, hvernig er hægt að gleyma því sem var, lífinu sem var lifað, hvernig maður fór með fólk? KPP-mennirnir fengu uppreisn eftir dauðann en hver veitir mér uppreisn í lifanda lífi? — Þú hefur ekkert gert af þér. — Ég hafði ekki valdið. Ég átti ekki annað en ofstækið. Ég var svín — Allir eru þreyttir. Það er tvennt sem tengir fólk saman hér í Pól- segja. Það er betra að hreinsa sig af stóru mistökunum en smásynd- unum, því get ég lofað þér. Ég var ritari við skólann og vísaði mönn- um frá námi fyrir það eitt að eiga frænku í Pernambuko eða vegna þess að afi þeirra var tsarnjósnari. Ég gerði það sem ég gat, það get- urðu reitt þig á. Og nú vil ég vita hvar ég stend í lífinu. Er ég svín eða er ég hetja? Það er annars ekki raunhæft: svín getur orðið hetja ef nauðsyn krefur. Það sem ég vil vita er: á hvaða grundvelli sný ég aftur 52 Bii'tingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.