Birtingur - 01.06.1959, Page 58

Birtingur - 01.06.1959, Page 58
Þýðir þá að tala um ást undir þessum kringumstæðum? Við höfum öll heyrt að eitthvað þvílíkt sé til, en ef það er satt: hvernig er hún þá? Hvernig ætti hún að vera? Hvernig á að binda hreinar tilfinn- ingar með flekkuðum höndum? Það er vandinn. Og ekki sá eini. Á okkar tímum mundi Hamlet með sitt „vera eða ekki vera“, fljótlega verða vikapiltur hjá einhverjum sýsluskrifara. Lífið er búið að sprengja af sér allan mælikvarða eins og pottbrot. Hvað á að skapa í staðinn? Vera eða ekki vera! Fólk er þreytt, dettur á nefið, því ætti maður að vera að hjálpa því á fætur? Vera eða ekki vera! Ruddaskapurinn verður hröðum skrefum einasta siðgæðið. Vera eða ekki vera! Geta yfirleitt nokk- ur verðmæti orðið til í heimi sem haldið er í jafnvægi með þvingunum? Vera eða ekki vera! Gervitungl eru smíðuð en manneskjan með heiðar- legar tilfinningar og þrár dregur sig í hlé inn í helgidóminn. Vera eða......Þjónn, einn fjórðung. Þjónninn tók flösku í leiðinni og var þotinn. Það fór að birta. Óhreint ljósið fyllti gluggana. Drukkinn hópur ruddist í salinn með hávaða. Agnieska leit yfir hópinn: allir voru vel klæddir og góðglaðir. — Næturklúbbarnir eru að loka, sagði Grzegorz. Hann kinkaði kolli í átt til þeirra nýkomnu. — Arkítektar. Þeir koma hingað til að fá sér síðasta glasið. Það verður að hafa samband við fjöldann. Þjónninn kom og setti fyrir þau flöskuna: — Hvenær ætlið þér að borga ? — Eftir nokkra daga, sagði Grzegorz. Þjónninn fór aftur. — Horfðu á þá, sagði Grzegorz — þá kemstu kanske í betra skap. Agnieska leit við. Það var þröng við borðið. Fólkið var morgunglatt. Stór hæruskotinn maður með fyrirmannlegt andlit og klæddur vönduð- um jakkafötum úr ensku ullarefni stóð við hlið stráklings sem gat verið upprennandi afbrotamaður, sló á öxl honum og sagði hátt: — Ég er eins og þú, venjulegur bóndasonur. Fi'á Wola. Fyrir stríðið sótti ég „Roxy“-bíóið. Ég hafði gaman af kábojmyndum. Það var mikið af þeim í Wola. Malinowski frá Wola, þekkirðu hann? — Nei, svaraði hinn og hrukkaði lágt ennið. Sá hæruskotni ljómaði allur. — Þarna sérðu! Guð minn góður, þvílíkir voðatímar sem þá voru! Það var hungur og neyð. Vinna: ekki til að tala um. . . Hann veifaði hendinni með glæsilegum tilburðum. — Fröken! hrópaði hann til af- greiðslustúlkunnar. — Drottning! Ég gef öllum einn umgang. Á minn kostnað. Við skulum skála fyrir Wola verkalýðsins! Hann snéri sér að stráknum. — Ég heiti Andrzej, en þú? — Kazik. Sá hæruskotni klappaði saman lófunum. 54 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.