Birtingur - 01.06.1959, Síða 58

Birtingur - 01.06.1959, Síða 58
Þýðir þá að tala um ást undir þessum kringumstæðum? Við höfum öll heyrt að eitthvað þvílíkt sé til, en ef það er satt: hvernig er hún þá? Hvernig ætti hún að vera? Hvernig á að binda hreinar tilfinn- ingar með flekkuðum höndum? Það er vandinn. Og ekki sá eini. Á okkar tímum mundi Hamlet með sitt „vera eða ekki vera“, fljótlega verða vikapiltur hjá einhverjum sýsluskrifara. Lífið er búið að sprengja af sér allan mælikvarða eins og pottbrot. Hvað á að skapa í staðinn? Vera eða ekki vera! Fólk er þreytt, dettur á nefið, því ætti maður að vera að hjálpa því á fætur? Vera eða ekki vera! Ruddaskapurinn verður hröðum skrefum einasta siðgæðið. Vera eða ekki vera! Geta yfirleitt nokk- ur verðmæti orðið til í heimi sem haldið er í jafnvægi með þvingunum? Vera eða ekki vera! Gervitungl eru smíðuð en manneskjan með heiðar- legar tilfinningar og þrár dregur sig í hlé inn í helgidóminn. Vera eða......Þjónn, einn fjórðung. Þjónninn tók flösku í leiðinni og var þotinn. Það fór að birta. Óhreint ljósið fyllti gluggana. Drukkinn hópur ruddist í salinn með hávaða. Agnieska leit yfir hópinn: allir voru vel klæddir og góðglaðir. — Næturklúbbarnir eru að loka, sagði Grzegorz. Hann kinkaði kolli í átt til þeirra nýkomnu. — Arkítektar. Þeir koma hingað til að fá sér síðasta glasið. Það verður að hafa samband við fjöldann. Þjónninn kom og setti fyrir þau flöskuna: — Hvenær ætlið þér að borga ? — Eftir nokkra daga, sagði Grzegorz. Þjónninn fór aftur. — Horfðu á þá, sagði Grzegorz — þá kemstu kanske í betra skap. Agnieska leit við. Það var þröng við borðið. Fólkið var morgunglatt. Stór hæruskotinn maður með fyrirmannlegt andlit og klæddur vönduð- um jakkafötum úr ensku ullarefni stóð við hlið stráklings sem gat verið upprennandi afbrotamaður, sló á öxl honum og sagði hátt: — Ég er eins og þú, venjulegur bóndasonur. Fi'á Wola. Fyrir stríðið sótti ég „Roxy“-bíóið. Ég hafði gaman af kábojmyndum. Það var mikið af þeim í Wola. Malinowski frá Wola, þekkirðu hann? — Nei, svaraði hinn og hrukkaði lágt ennið. Sá hæruskotni ljómaði allur. — Þarna sérðu! Guð minn góður, þvílíkir voðatímar sem þá voru! Það var hungur og neyð. Vinna: ekki til að tala um. . . Hann veifaði hendinni með glæsilegum tilburðum. — Fröken! hrópaði hann til af- greiðslustúlkunnar. — Drottning! Ég gef öllum einn umgang. Á minn kostnað. Við skulum skála fyrir Wola verkalýðsins! Hann snéri sér að stráknum. — Ég heiti Andrzej, en þú? — Kazik. Sá hæruskotni klappaði saman lófunum. 54 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.