Birtingur - 01.06.1959, Side 64
Hann hörfaði nokkur skref.
— Það er best við förum hvort sína leið, sagði hann. — Ég fullvissa þig,
Agnieska: það er best við förum hvort sína leið. I öllum mannlegum
samskiptum eru takmörk sem ekki má fara yfir. Það er best að fara núna
og bjarga þá að minnsta kosti endurminningunum. Lotning. Sæmd. Þrátt
fyrir allt eru þetta ekki eins lítilsverðir hlutir og þeir líta út fyrir að
vera.
Hún brosti aftur.
— Er þetta allt sem þú hefur lært af lífinu? Skilja ? Fangelsið þitt sem
þú ert alltaf að tala um?
— Já, sagði hann: það er betra að fara sína leið en horfa á hvernig allt
treðst niður í svaðið. Ég vil ekki deyja. Ég verð að hafa eitthvað að lifa
fyrir. Einhvers að minnast. Eitthvað sem ekki hefur verið helber óþverr-
inn.
— Ég elska þig, sagði hún. Og verð hjá þér. Ég ætla að sofa hjá þér í
dag. Mér er svo hjartanlega sama hvar og hvernig.
Hópur af kátu fólki nálgaðist; það tók alla gangstéttina og vaggaði í
fjörlegum sveiflum. Pietrek og Agnieska viku til hliðar. Pietrek sagði:
— Komdu upp til mín.
— Til þín? En þú býrð með fjórum öðrum.
— Kanske eru þeir ekki komnir heim, sagði hann örvilnaður. —
Það er laugardagur, það er ekki orðið svo framorðið; kanske hafa
þeir farið eitthvað út. Við læsum dyrunum og hleypum þeim ekki inn
þó svo þeir hendi mér út á morgun.... Hann sagði hátt svo að
bergmálaði í götunni: — Komdu, bara augnablik! Svolitla stund!
Þau lögðu af stað heim. Enn gengu þau hlið við hlið. Þau gengu
þegjandi og hlustuðu hvert á annars fótatak. Þau fóru framhjá bör-
um, næturklúbbum, kvikmyndahúsum. Agnieska leit á uppljómaða glugg-
ana og hugsaði: „Veggi. Fjóra veggi. Kanske þrjá? Skyldi vera hægt
að byggja herbergi með þrem veggjum? Skyldi vera hægt að búa í
svoleiðis herbergi? Ætli svoleiðis herbergi sé nokkursstaðar til ?“ Hún
reyndi að hugsa um hvaðeina en þráðurinn í öllum hennar hugsunum
var í rauninni alltaf sá sami: Sofa! Loksins að sofa! Hún kannaðist
ekki við göturnar sem Pietrek fór um með hana. Og hún rankaði
ekki við sér fyrr en hann leiddi hana gegnum undirgang. Og þau
voru í niðamyrkum garði. Hún leit undrandi kringum sig; hvergi var
ijós i glugga.
— Hversvegna er svona dimmt hérna? spurði hún.
— Sérðu það ekki? hló hann. — Þetta eru rústir.
Nú fyrst sá hún að gluggarnir voru ekki annað en tóm göt. Það sást
ekki strax því rústirnar skáru sig naumast úr dimmum himninum.
— Býrðu hérna?
60 Birtingur