Birtingur - 01.06.1959, Page 67

Birtingur - 01.06.1959, Page 67
IX Þegar hún vaknaði var faðir hennar kominn á kreik og læddist um stofuna á inniskónum. Draumurinn vakti enn með henni og hún var iangt í fjarska þegar hún heyrði nið, og þessi niður, tilbreytingarlaus og stöðugur, rak síðustu leifar draumsins af augurn hennar. Hún lá hreyfingarlaus, eins og lokuð inni í sjálfri sér, þorði ekki að opna augun og sjá hvað þetta væri. Hún opnaði þau ekki fyrr en hún heyrði föður sinn ganga að glugganum. Hann tók gluggatjaldið til hliðar og stóð hokinn og slappur, studdi sig við gluggakistuna og horfði niður á götuna. — Það er rigning, sagði hann eftir stundarþögn. Hann hamraði með fingrinum á rúðuna. — Lágskýjað, sagði hann. — Það verður rigning í allan dag. Agnieska vafði um sig sloppnum og gekk að glugganum. Hún stóð við hlið föður síns. Húsþökin gljáðu af bleytu, vatnið fossaði í göturæsinu; menn skutust út og brettu upp kragana. — Snjór! sagði Agnieska. Hún þreifaði á rúðunni. — Slydda. Hún er líka til, og það í maí. Það voru hlýindi alla vikuna. .. . — En hvers vegna einmitt á sunnudegi? spurði faðir hennar í angist. — Hvers vegna þarf endilega að rigna á sunnudegi? — Bragð hjá kommúnistunum. Svo það sé erfiðara fyrir fólk að kom- ast til kirkju. Hún klæddi sig í flýti og fór fram í eldhús. Zawadski var að raka sig og flautaði falskt lag. — Góðan daginn, sagði hann. — Hvar er Grzegorz? — Horfinn eitthvað. — Ferðu? — Hvert? — Að finna Júlíu! — Hún heitir ekki Júlía, hún heitir María, sagði hann æstur. — Hvaðan í fjandanum hefurðu það? — Það má einu gilda. Ferðu? — I svona veðri? Þú hlýtur að vera gengin af vitinu. — Þér er þó sama um það. Þú ert búinn að setja nýjar kúlulegur í kúplinguna. ... — Ég fer næsta sunnudag, sagði hann. — Og vertu bara róleg, ég skal nokk komast til botns í þessu rnáli. Það hefur ekki enn verið sú stelpa sem hefur getað haft mig að fífli.... Skyndilega snéri hann sér alveg að henni: — Hvernig í andskotanum stendur á því að þú hefur svona mikinn áhuga á þessu öllu? Birtingur 63

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.