Birtingur - 01.06.1959, Síða 67

Birtingur - 01.06.1959, Síða 67
IX Þegar hún vaknaði var faðir hennar kominn á kreik og læddist um stofuna á inniskónum. Draumurinn vakti enn með henni og hún var iangt í fjarska þegar hún heyrði nið, og þessi niður, tilbreytingarlaus og stöðugur, rak síðustu leifar draumsins af augurn hennar. Hún lá hreyfingarlaus, eins og lokuð inni í sjálfri sér, þorði ekki að opna augun og sjá hvað þetta væri. Hún opnaði þau ekki fyrr en hún heyrði föður sinn ganga að glugganum. Hann tók gluggatjaldið til hliðar og stóð hokinn og slappur, studdi sig við gluggakistuna og horfði niður á götuna. — Það er rigning, sagði hann eftir stundarþögn. Hann hamraði með fingrinum á rúðuna. — Lágskýjað, sagði hann. — Það verður rigning í allan dag. Agnieska vafði um sig sloppnum og gekk að glugganum. Hún stóð við hlið föður síns. Húsþökin gljáðu af bleytu, vatnið fossaði í göturæsinu; menn skutust út og brettu upp kragana. — Snjór! sagði Agnieska. Hún þreifaði á rúðunni. — Slydda. Hún er líka til, og það í maí. Það voru hlýindi alla vikuna. .. . — En hvers vegna einmitt á sunnudegi? spurði faðir hennar í angist. — Hvers vegna þarf endilega að rigna á sunnudegi? — Bragð hjá kommúnistunum. Svo það sé erfiðara fyrir fólk að kom- ast til kirkju. Hún klæddi sig í flýti og fór fram í eldhús. Zawadski var að raka sig og flautaði falskt lag. — Góðan daginn, sagði hann. — Hvar er Grzegorz? — Horfinn eitthvað. — Ferðu? — Hvert? — Að finna Júlíu! — Hún heitir ekki Júlía, hún heitir María, sagði hann æstur. — Hvaðan í fjandanum hefurðu það? — Það má einu gilda. Ferðu? — I svona veðri? Þú hlýtur að vera gengin af vitinu. — Þér er þó sama um það. Þú ert búinn að setja nýjar kúlulegur í kúplinguna. ... — Ég fer næsta sunnudag, sagði hann. — Og vertu bara róleg, ég skal nokk komast til botns í þessu rnáli. Það hefur ekki enn verið sú stelpa sem hefur getað haft mig að fífli.... Skyndilega snéri hann sér alveg að henni: — Hvernig í andskotanum stendur á því að þú hefur svona mikinn áhuga á þessu öllu? Birtingur 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.