Birtingur - 01.06.1959, Page 70

Birtingur - 01.06.1959, Page 70
— Ég veit það ekki. Ég veit ekki hvort það er rangt eða rétt. En pað er rigning og það skiptir máli. Það var líka þröng í kaffihúsunum í miðbænum. Þau gengu milli þeirra, gegnblaut og köld. Þau ætluðu í bíó en þrátt fyrir rigninguna höfðu safnast þar iangar halarófur fólks með dagblöð eða möppur á höfðinu. Utaná aðgöngumiðasölu leikhússins hékk spjald um að það væri uppselt. — Við getum fengið okkur hádegismat einhvers staðar, sagði Agnieska. — Því miður á ég engan pening. En þú? — Ekki heldur. Styrkurinn minn fyrir mánuðinn fór í það að leita að Grzegorz. — Það er enn eitt, við getum farið í kirkju, stakk Pietrek uppá. — Það er ókeypis og þar er nóg pláss. Fólk er enn að biðja í ákafa. Ég held það sé samband þarna á milli. Meira en Drottinn sjálfur mundi óska sér. — Hvert eigum við að fara, Pietrek? spurði hún uppgefin. — Ég veit það ekki. Það er ekki pláss á jörðinni fyrir ástfangið fólk. Þau stóðu hvort gagnvart öðru einhvers staðar í regnvotri borginni. Vatnið lak af þeim. Regnið streymdi látlaust niður í bylgjum, lamið af vindinum. Bílarnir skvettu á þau þegar þeir óku hjá og vegfar- endur stjökuðu við þeim. Frá stórum hátalara barst kvenrödd og skar sig í gegn. — Segðu ekki þetta, sagði hún angistarfull. — Ég las einhvers staðar að sterkasta dulvitaða þrá mannsins væri að verða þræll, sagði Pietrek — og ég fer að trúa því. Ég stend sjálfan mig að því að óska mér aftur þangað. Að hugsa ekki, að hafa ekki áhyggjur af neinu. Það er ekki þess virði að lifa þegar skilti með áletr- uninni „Aðgangur bannaður“ er við hvern einasta stað á jörðinni. Ég óska mér þess eins að fá dóm. Lagabókstafurinn og árafjöldinn gildir einu. Hann tók um hönd hennar — Ég fer aftur í fangelsið, heyrirðu það? Ég geri eitthvað svo þeir dæmi mig til margra ára! Ég fer þangað aftur, og búið! Þá losna ég við að ráfa um stefnulaust, enginn verður til að reka mann stað úr stað.... — Komdu, sagði hún. Hún tók í hönd hans og dró hann með sér hálfnauðugan. Þau fóru inn í rústir; hún fór að hlaupa og sleppti ekki hendi hans. Þau hnutu um múrsteina og gjótur, risu á fætur og hlupu áfram. Loks datt hún á jörðina milli niðursuðudósa, flöskumulnings og leirbrota. Hún dró 66 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.